Umsjónarmaður fasteigna og viðhalds
Heimaleiga leitar að umsjónarmanni í viðhaldi fasteigna.
Helsta ábyrgðarsvið umsjónarmanns er að sinna viðhaldi og eftirliti með fasteignum sem Heimaleiga er með í rekstri.
Starfslýsing:
-
Viðhald fasteigna
-
Reglulegt eftirlit fasteigna
-
Samskipti við verktaka
-
Eftirlit og umsjón með bílum Heimaleigu
-
Akstur á sendingum
-
Ýmislegt fleira
Hæfniskröfur:
-
Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
-
Þekking/reynsla af almennu viðhaldi fasteigna
-
Reynsla af léttum viðgerðum
-
Drifkraftur, skilvirkni og samskiptahæfni
-
Frumkvæði, skipulagni og sjálfstæð vinnubrögð
-
Jákvætt viðmót og metnaður til að ná árangri
-
Reynsla af gistiþjónustu/hóteli er kostur
Um Heimaleigu:
Heimaleiga er ört stækkandi fyrirtæki sem þjónustar íbúðir í skammtímaleigu til ferðamanna. Við leggjum áherslu á metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild og hvetjandi starfsanda.