
Stracta Hótel
Stracta Hótel er fjölskyldurekið fyrirtæki staðsett á Hellu sem er í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hótelið skartar 148 gistieiningum í fimm gæðaflokkum, líkamsræktaraðstöðu með gufu- og pottasvæði utandyra. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, bar og verslun þar sem íslensk gæða framleiðsla og hönnun eru ávallt höfð í fyrirrúmi.
Við leggjum metnað í persónulega og vandaða þjónustu þar sem samheldni og jákvæður starfsandi skipta miklu máli. Markmið okkar er að skapa góða upplifun fyrir bæði gesti og starfsfólk.
Hótelið er miðsvæðis á Suðurlandi, með stuttan aðgang að einstökum náttúruperlum eins og Vestmannaeyjum, Eyjafjallajökli, Þórsmörk, Landmannalaugum og hinum vinsæla Gullna hring. Frábær staður til að starfa og njóta náttúrunnar í leiðinni!

Umsjónarmaður fasteigna
Hótel Stracta leitar að öflugum og skipulögðum einstaklingi í stöðu umsjónarmanns fasteigna. Viðkomandi mun bera ábyrgð á viðhaldi, öryggi og almennu utanumhaldi fasteigna hótelsins til að tryggja aðstaða og búnaður sé ávallt í toppstandi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegt eftirlit og viðhald á fasteignum hótelsins.
- Viðgerðir og umsjón með rafmagni, vatni, loftræsingu og öðrum kerfum.
- Sinna fyrirbyggjandi viðhaldi og bregðast við bilunum.
- Samskipti og samvinna við verktaka og þjónustuaðila eftir þörfum.
- Sjá til þess að allar öryggis- og eldvarnarreglur séu uppfylltar.
- Veita öðrum deildum hótelsins aðstoð með tæknileg eða verkleg verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegu starfi, t.d. viðhaldi fasteigna, iðnsmíði, pípulögnum eða rafmagni er kostur.
- Góð almenn tæknileg þekking og færni í viðgerðum.
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.
- Jákvæðni, þjónustulund og góð samskiptahæfni.
- Hæfni til að vinna undir álagi og leysa vandamál hratt og örugglega.
- Bílpróf er skilyrði.
Fríðindi í starfi
- Framtíðarstarf í öruggu og spennandi umhverfi.
- Fjölbreytt verkefni og tækifæri til að hafa mikil áhrif á umhverfi hótelsins.
- Frábært starfsumhverfi og gott samstarf við öflugan hóp.
Auglýsing birt12. mars 2025
Umsóknarfrestur29. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Gaddstaðir 164955, 850 Hella
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Experienced construction worker - Byggingaverkamaður óskast
Einingaverksmiðjan

Sumarstörf í Strandabyggð
Sveitarfélagið Strandabyggð

Hvolsvöllur: Söluráðgjafar í framtíðar – og sumarstörf
Húsasmiðjan

Hvolsvöllur: Deildarstjóri timbursölu
Húsasmiðjan

Bílaþvotta- og bónstöðvar starfsmaður óskast
Lindin Bílaþvottastöð

Bifvélavirki óskast / Mechanic wanted.
Icerental4x4

Starfsmaður í blöndun/Pharmaceutical Mixing Specialist
Coripharma ehf.

Starf í glerverksmiðju á Hellu
Kambar Byggingavörur ehf

Uppsetning á gleri
Kambar Byggingavörur ehf

Sölu- og þjónusturáðgjafi glerlausna
Kambar Byggingavörur ehf

Starfsmaður í eignaumsýslu
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Getum bætt við okkur vönum véla- og verkamönnum
GH Gretarsson