
Stracta Hótel
Stracta Hótel er fjölskyldurekið fyrirtæki staðsett á Hellu sem er í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hótelið skartar 148 gistieiningum í fimm gæðaflokkum, líkamsræktaraðstöðu með gufu- og pottasvæði utandyra. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, bar og verslun þar sem íslensk gæða framleiðsla og hönnun eru ávallt höfð í fyrirrúmi.
Við leggjum metnað í persónulega og vandaða þjónustu þar sem samheldni og jákvæður starfsandi skipta miklu máli. Markmið okkar er að skapa góða upplifun fyrir bæði gesti og starfsfólk.
Hótelið er miðsvæðis á Suðurlandi, með stuttan aðgang að einstökum náttúruperlum eins og Vestmannaeyjum, Eyjafjallajökli, Þórsmörk, Landmannalaugum og hinum vinsæla Gullna hring. Frábær staður til að starfa og njóta náttúrunnar í leiðinni!

Umsjónarmaður fasteigna
Hótel Stracta leitar að öflugum og skipulögðum einstaklingi í stöðu umsjónarmanns fasteigna. Viðkomandi mun bera ábyrgð á viðhaldi, öryggi og almennu utanumhaldi fasteigna hótelsins til að tryggja aðstaða og búnaður sé ávallt í toppstandi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegt eftirlit og viðhald á fasteignum hótelsins.
- Viðgerðir og umsjón með rafmagni, vatni, loftræsingu og öðrum kerfum.
- Sinna fyrirbyggjandi viðhaldi og bregðast við bilunum.
- Samskipti og samvinna við verktaka og þjónustuaðila eftir þörfum.
- Sjá til þess að allar öryggis- og eldvarnarreglur séu uppfylltar.
- Veita öðrum deildum hótelsins aðstoð með tæknileg eða verkleg verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegu starfi, t.d. viðhaldi fasteigna, iðnsmíði, pípulögnum eða rafmagni er kostur.
- Góð almenn tæknileg þekking og færni í viðgerðum.
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.
- Jákvæðni, þjónustulund og góð samskiptahæfni.
- Hæfni til að vinna undir álagi og leysa vandamál hratt og örugglega.
- Bílpróf er skilyrði.
Fríðindi í starfi
- Framtíðarstarf í öruggu og spennandi umhverfi.
- Fjölbreytt verkefni og tækifæri til að hafa mikil áhrif á umhverfi hótelsins.
- Frábært starfsumhverfi og gott samstarf við öflugan hóp.
Auglýsing birt12. mars 2025
Umsóknarfrestur29. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Gaddstaðir 164955, 850 Hella
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Flokkstjórar Vinnuskóla – sumarstörf
Hafnarfjarðarbær

Framleiðsla/Production work
Myllan

Umsjónarmaður fasteigna Í Hafnarborg
Hafnarfjarðarbær

Snillingar á vélaverkstæði/smurstöð
Vélaverkstæði Þóris ehf.

Uppsetning og viðhald á sjálfvirkum búnuðum.
Járn og Gler hf

Starfsfólk í loftstokkahreinsun
Hitatækni ehf

Smiður / Umsjónamaður fasteigna / endurbætur og viðhald
Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur

Steypuhrærari hjá Steypustöðinni
Steypustöðin

Bílstjóri með meirapróf CE
Colas Ísland ehf.

Verkstjóri í frysti og kæligeymslu Aðfanga
Aðföng

Sláttumenn / Garðyrkja / Hópstjórar - Sumarstarf
Garðlist ehf

Múrari / Mason
Íslenskir Múrverktakar ehf.