Stracta Hótel
Stracta Hótel
Stracta Hótel

Umsjónarmaður fasteigna

Hótel Stracta leitar að öflugum og skipulögðum einstaklingi í stöðu umsjónarmanns fasteigna. Viðkomandi mun bera ábyrgð á viðhaldi, öryggi og almennu utanumhaldi fasteigna hótelsins til að tryggja aðstaða og búnaður sé ávallt í toppstandi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Daglegt eftirlit og viðhald á fasteignum hótelsins.
  • Viðgerðir og umsjón með rafmagni, vatni, loftræsingu og öðrum kerfum.
  • Sinna fyrirbyggjandi viðhaldi og bregðast við bilunum.
  • Samskipti og samvinna við verktaka og þjónustuaðila eftir þörfum.
  • Sjá til þess að allar öryggis- og eldvarnarreglur séu uppfylltar.
  • Veita öðrum deildum hótelsins aðstoð með tæknileg eða verkleg verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sambærilegu starfi, t.d. viðhaldi fasteigna, iðnsmíði, pípulögnum eða rafmagni er kostur.
  • Góð almenn tæknileg þekking og færni í viðgerðum.
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Jákvæðni, þjónustulund og góð samskiptahæfni.
  • Hæfni til að vinna undir álagi og leysa vandamál hratt og örugglega.
  • Bílpróf er skilyrði.
Fríðindi í starfi
  • Framtíðarstarf í öruggu og spennandi umhverfi.
  • Fjölbreytt verkefni og tækifæri til að hafa mikil áhrif á umhverfi hótelsins.
  • Frábært starfsumhverfi og gott samstarf við öflugan hóp.
Auglýsing birt12. mars 2025
Umsóknarfrestur29. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Gaddstaðir 164955, 850 Hella
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar