Húsfélagið Breiðablik
Húsfélagið Breiðablik

Umsjónarmaður fasteigna

Stjórn húsfélagsins Breiðablik Efstaleiti 10-12-14 leitar að ábyrgum og traustum aðila í starf við þjónustu og umsjón með fasteign. Starfið felur í sér m.a. þjónustu, eftirlit með húsi og aðgengi og daglegu viðhaldi ásamt öðrum tilfallandi störfum. Mikið er lagt upp úr góðu samstarfi milli umsjónamanns fasteignar og íbúa.

Húsið var byggt 1985 og ár hvert er unnið að viðhaldsverkefnum innanhúss og utan, eftir þörfum. Umsjónamaður fasteignar er tengill við verktaka í samráði við formann húsfélagsins.

Formaður er yfirmaður starfsmanns í umboði stjórnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og eftirlit með ástandi fasteignarinnar, ræsting og viðhald.
  • Umsjón með hreinsikerfi og stjórnkerfi sundlaugar og potta.
  • Ræsting á sameign ásamt bílageymslu eftir þörfum.
  • Öryggis- og hússtjórnarkerfi.
  • Annast þrif, snyrtingu og slátt lóðar.
  • Samskipti við verktaka og eftirlit með framkvæmdum.
  • Önnur verkefni í samráði við yfirmann.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
  • Mjög góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sveigjanleiki.
  • Reglusemi.
  • Hreint sakavottorð er skilyrði.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
Fríðindi í starfi
  • Húsfélagið sér umsjónarmanni fyrir íbúð á jarðhæð ásamt rafmagni, hita og síma.
  • Íbúðinni fylgir geymsla og bílastæði í kjallara.
  • Bifreiðastyrkur.
  • Áskilið er að húsvörður búi á staðnum.
Auglýsing birt23. janúar 2026
Umsóknarfrestur8. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Efstaleiti 14, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar