

Umsjónarmaður fasteigna
Umsjónarmaður fasteigna hefur umsjón með húsnæði skólans og skólalóð og er helsti tengiliður við þá er koma að viðhaldi húsnæðis, áhalda og tækja.
Leitað er að starfsmanni sem sýnir lipurð og færni í samskiptum við alla aðila skólasamfélagsins, er samviskusamur, handlaginn og aðstoðar nemendur og starfsfólk við sín störf.
Staðan er laus og ráðið tímabundið til 6 mánaða með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur þurfa að skila inn sakavottorði.
Við leitum að einstaklingi sem nýtur sín í fjölmenningarlegu umhverfi. Staðan hentar öllum kynjum.
Umsóknir berast eingöngu í gegnum https://www.alfred.is
Frekari upplýsingar veitir Sigrún Birgisdóttir skólastjóri, netfang [email protected].
· Aðstoð við nemendur og starfsfólk.
· Dagleg umsjón með skólahúsnæði og skólalóð.
· Almennt daglegt viðhald og tengsl við utanaðkomandi sérfræðinga þegar þörf er á fyrir viðhald húsnæðis, áhalda og tækja.
· Aðstoð við umsjón mötuneytis.
· Sér um að opna húsnæði að morgni og er til taks fyrir einstaka viðburði.
· Önnur verkefni í samráði við skólastjóra
· Framúrskarandi lipurð og hæfni í samskiptum við aðra.
· Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
· Handlaginn og skipulagður í starfi.
· Stundvísi og ábyrgð á daglegri húsvörslu.
· Góðir skipulagshæfileikar og útsjónarsemi.
· Góð íslensku og enskukunnáta.
· Iðn- eða háskólamenntun og/ eða reynsla og hæfni sem nýtist í starfi.
Íslenska
Enska