Helgafellsskóli
Helgafellsskóli
Helgafellsskóli

Umsjónarkennari óskast á yngsta stig næsta skólaár

Umsjónarkennara vantar á yngsta stig Helgafellsskóla næsta skólaár. Kennarar skólans starfa í teymum innan árganga og því er mikilvægt að sá sem ráðinn verður vilji vinna í teymi og út frá fjölbreyttum kennsluháttum. Mikil áhersla er lögð á góðan starfsanda meðal nemenda og starfsfólks. Leitað er að menntaðarfullum einstaklingum með góða færni í mannlegum samskiptum

Umgjörð skólans er heildstætt skólastarf í leik- og grunnskóla. Í skólanum eru rúmlega 500 nemendur í 1. - 10. bekk og í 4 leikskóladeildum.

Umsóknarfrestur er til 11. apríl 2025

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

"Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð aldri, kyni, uppruna eða fötlun.“

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu
  • Góð færni í samvinnu og samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Áhugi á starfi með börnum og metnaður til að þróa öflugt skólastarf
  • Góð íslenskukunnátta.
Auglýsing birt13. mars 2025
Umsóknarfrestur11. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Gerplustræti 14, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.