Álfhólsskóli
Álfhólsskóli
Álfhólsskóli

Umsjónarkennari á miðstigi í Álfhólsskóla

Við í Álfhólsskóla leitum að skapandi, faglegum og áhugasömum kennara í umsjón og kennslu á miðstigi fyrir skólaárið 2024-2025.

Í Álfhólsskóla eru um 600 nemendur í 1.-10. bekk og um 130 starfsmenn. Skólinn byggir á langri sögu um framsækið og árangursríkt skólastarf. Starfið einkennist af fjölbreyttum kennsluháttum, áherslu á læsi, teymiskennslu og leiðsagnarnám. Allir nemendur skólans eru með spjaldtölvur. Álfhólsskóli er fjölmenningarlegur skóli sem leggur áherslu á inngildingu allra nemenda. Í skólanum eru starfrækt námsver fyrir nemendur með einhverfu. Álfhólsskóli er í innleiðingarferli sem réttindaskóli Unicef. Skólinn hefur mótað eigin skólamenningaráætlun ,,Öll sem eitt". Skólinn er jafnframt Grænfánaskóli og Heilsueflandi skóli.

Einkunnarorð skólans eru : menntun - sjálfstæði - ánægja.

Helstu verkefni og ábyrgð

 Umsjón og kennsla þar sem áhersla er lögð á þematengt verkefnamiðað leiðsagnarnám.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu
  • Reynsla af umsjónarkennslu á miðstigi æskileg
  • Þekking og reynsla á teymiskennslu æskileg
  • Þekking og áhugi á kennslu- og uppeldisfræði
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Mjög góð þekking á Mentor, upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu og starfi
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.

Auglýsing birt18. júlí 2024
Umsóknarfrestur6. ágúst 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Álfhólsvegur 120, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar