Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Umsjónaraðili Félagsmiðstöðvar eldri borgara í Árborg

Sveitarfélagið Árborg leitar eftir umsjónaraðila félagsmiðstöðvar eldri borgara í Grænumörk 5, Selfossi.

Um er að 100% starfshlutfall í dagvinnu, 36 stunda vinnuvika.

Vinnutími er mánudaga til fimmtudaga frá 8:30 - 16:00 og frá 8:30 -14:30 á föstudögum, ásamt tilfallandi bakvöktum um helgar vegna salaleigu.

Umsjónaraðili er í samstarfi við eignadeild, velferðarþjónustu, félag eldri borgara og iðkendur félagsstarfsins sem fer fram í húsinu.

Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framreiðsla og frágangur eftir hádegismat í sal
  • Eftirlit með félagsmiðstöð
  • Bókanir í sali og umsjá með salaleigu
  • Þrif, þvottar og frágangur í félagsmiðstöðinni
  • Ýmsar skráningar
  • Ásamt öðrum tilfallandi verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af svipuðum störfum æskileg
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Kurteist viðmót og rík þjónustulund
  • Góð almenn tölvufærni
  • Áreiðanleiki og stundvísi
  • Jákvæðni, gott viðmót og sveigjanleiki
  • Mjög sjálfstæð vinnubrögð
Auglýsing birt1. október 2024
Umsóknarfrestur14. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Grænamörk 2, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar