Umsjónamaður fasteigna
Umsjónamaður fasteigna
Skólamatur ehf. auglýsir eftir umsjónamanni fasteigna.
Starfið felst í almennu viðhaldi á fasteignum, tækjum og búnaði við aðal stöðvar Skólamatar á Iðavöllum 1-3 í Reykjanesbæ ásamt mötuneytum sem fyrirtækið þjónustar á Suðunesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Umsjónamaður sér um að kalla til iðnaðarmenn þegar þess er þörf.
Starfsmaður hefur bifreið og síma til umráða á vinnutíma.
Vinnutími er frá kl.8:00 til 16:00 alla virka daga.
Hæfniskröfur:
- Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi
- Íslenskukunnátta er skilyrði
- Aukin ökuréttindi og/eða lyftarapróf er kostur
- Skipulagshæfni og jákvætt viðmót skilyrði
Umsækjendur eru beðnir að skila inn ferilskrá með upplýsingum um reynslu/menntun og fyrri störf.
Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.
Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Fyrirspurnir um starfið berist á radningar@skolamatur.is.
Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á máltíðum fyrir mikilvægasta fólkið.