
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni var stofnuð árið 1941 og hefur verið heimili íslenskra skáta í yfir 80 ár. Þar fá skátar tækifæri til að reyna og upplifa en einnig til að vaxa og verða virkir þátttakendur í nærsamfélagi sínu.
Úlfljótsvatn er staðsett sunnan við Þingvallavatn og er umkringt fallegri náttúru með mörgum möguleikum til útivistar og ótakmarkaðri fegurð. Allt árið um kring nýta skátar, skólahópar, tjaldgestir, fyrirtæki og allskyns aðrir hópar Úlfljótsvatn í fjölbreyttum og skemmtilegum tilgangi.
• Á Úlfljótsvatni á starfsfólki og gestum að líða vel eins og þau séu hluti af staðnum en ekki einungis í heimsókn.
• Við trúum á jákvæð áhrif útivistar á fólk og því er dagskrá utandyra lykilþáttur í starfsemi okkar.
• Við viljum styðja ungt fólk, veita þeim ögrandi áskoranir og styrkja það til virkrar samfélagsþátttöku.
• Gildi og stefna skátahreyfingarinnar er leiðarvísir okkar í allri dagskrá og öllu starfi á Úlfljótsvatni.

Umsjón fasteigna og útisvæða
Laust er til umsóknar fjölbreytt starf við umsjón fasteigna og útisvæða við Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni.
Í starfinu felst m.a. viðhalds- og smíðavinna, ræktun og sláttur útisvæða og tjaldflata og umsjón og viðgerðir bifreiða og annars tækjabúnaðar.
Óskað er eftir öflugum, úrræðagóðum og jákvæðum starfsmanni í 80-100% framtíðarstarf.
Starfsstöð er á Úlfljótsvatni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðhald húsnæðis og annarra innviða, málninga- og smíðavinna.
- Ræktun og sláttur tjaldflata og viðhald tjaldsvæðis og nærumhverfis.
- Umsjón með bifreiðum og öðrum tækja- og verkfærakosti. Almennar viðgerðir og viðhald eftir þörfum.
- Gerð viðhalds- og kostnaðaráætlana í samstarfi við rekstrarstjóra.
- Samskipti við verktaka, gæðaeftirlit og samningsgerð í samstarfi við rekstrarstjóra.
- Hafa áhrif á ásýnd og uppbyggingu Útilífsmiðstöðvar skáta.
- Sinnir öðrum sérverkefnum sem næsti yfirmaður felur honum og eðlilegt getur talist að rúmist innan verksviðs hans.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun sem nýtist í starfi og/eða mikil haldbær reynsla af viðhaldi eigna og/eða tækja mjög æskileg.
- Jákvæðni, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund.
- Afbragðs skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun.
- Stundvísi og drifkraftur.
- Bílpróf.
- Kerrupróf (BE) kostur.
- Vinnuvélaréttindi kostur (I-flokkur).
- Góð íslensku- og/eða enskukunnátta.
Fríðindi í starfi
- Skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi verkefni.
- Fallegt og hvetjandi starfsumhverfi.
- Gott mötuneyti.
- Akstursstyrkur.
- Námskeiðsstyrkir sem tengjast starfi.
Auglýsing birt23. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. febrúar 2025
Tungumálahæfni

Valkvætt

Valkvætt
Staðsetning
Úlfljótsvatn 170830, 801 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiBílvélaviðgerðirHandlagniHreint sakavottorðMálningarvinnaMeirapróf BEPípulagningarRafvirkjunSmíðarStálsmíðiVinnuvélaréttindi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Verkstjóri
Smíðaverk ehf.

Tæknimaður Renault
BL ehf.

Viðhaldstjóri óskast.
Orkugerdin ehf

Bifvélavirki fólksbílaverkstæði Mercedes-Benz og smart
Bílaumboðið Askja

Starfmenn á Bílaverkstæði Olíudreifingar
Olíudreifing þjónusta

Verkstæðismaður / Mechanic
Teitur

Bifvélavirki fyrir Peugeot, Citroën, Opel og Mazda
Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi | Brimborg

Mechanik samochodowy w firmie Teitur. ehf
Teitur

Pracownik warsztatu
Landfari ehf.

Starfsmaður á verkstæði
Landfari ehf.

Verkstæðishjálp - Workshop helper
Garðlist ehf

Pracownik warsztatu naczep oraz wind do kontenerów.
Landfari ehf.