Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni

Umsjón fasteigna og útisvæða

Laust er til umsóknar fjölbreytt starf við umsjón fasteigna og útisvæða við Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni.

Í starfinu felst m.a. viðhalds- og smíðavinna, ræktun og sláttur útisvæða og tjaldflata og umsjón og viðgerðir bifreiða og annars tækjabúnaðar.

Óskað er eftir öflugum, úrræðagóðum og jákvæðum starfsmanni í 80-100% framtíðarstarf.
Starfsstöð er á Úlfljótsvatni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Viðhald húsnæðis og annarra innviða, málninga- og smíðavinna.
  • Ræktun og sláttur tjaldflata og viðhald tjaldsvæðis og nærumhverfis.
  • Umsjón með bifreiðum og öðrum tækja- og verkfærakosti. Almennar viðgerðir og viðhald eftir þörfum.
  • Gerð viðhalds- og kostnaðaráætlana í samstarfi við rekstrarstjóra.
  • Samskipti við verktaka, gæðaeftirlit og samningsgerð í samstarfi við rekstrarstjóra.
  • Hafa áhrif á ásýnd og uppbyggingu Útilífsmiðstöðvar skáta.
  • Sinnir öðrum sérverkefnum sem næsti yfirmaður felur honum og eðlilegt getur talist að rúmist innan verksviðs hans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi og/eða mikil haldbær reynsla af viðhaldi eigna og/eða tækja mjög æskileg.
  • Jákvæðni, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund.
  • Afbragðs skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun.
  • Stundvísi og drifkraftur.
  • Bílpróf.
  • Kerrupróf (BE) kostur.
  • Vinnuvélaréttindi kostur (I-flokkur).
  • Góð íslensku- og/eða enskukunnátta.
Fríðindi í starfi
  • Skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi verkefni.
  • Fallegt og hvetjandi starfsumhverfi.
  • Gott mötuneyti.
  • Akstursstyrkur.
  • Námskeiðsstyrkir sem tengjast starfi.
Auglýsing birt23. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Mjög góð
EnskaEnska
Valkvætt
Mjög góð
Staðsetning
Úlfljótsvatn 170830, 801 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn ökuréttindiPathCreated with Sketch.BílvélaviðgerðirPathCreated with Sketch.HandlagniPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.MálningarvinnaPathCreated with Sketch.Meirapróf BEPathCreated with Sketch.PípulagningarPathCreated with Sketch.RafvirkjunPathCreated with Sketch.SmíðarPathCreated with Sketch.StálsmíðiPathCreated with Sketch.Vinnuvélaréttindi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar