
Neyðarlínan
Neyðarlínan ohf. var stofnuð í október 1995 og hóf neyðarsímsvörun í 112 1. janúar 1996.
Rekstur neyðarnúmersins 112 og tengdrar þjónustu eru enn megin viðfangsefni fyrirtækisins. Auk þess annaðist Neyðarlínan rekstur stjórnstöðvar Securitas frá sama tíma og þar til í október 2008.
Umsjón fasteigna og lagers
Neyðarlínan leitar að áreiðanlegum einstaklingi í umsjón fasteigna og lagers. Viðkomandi verður hluti af teymi starfsfólks sem vinnur náið saman að uppbyggingu og rekstri neyðar- og öryggisfjarskipta á Íslandi, þar með talið 112 neyðarsvörun, Tetra fyrir viðbragðsaðila og fjarskiptakerfi fyrir öryggi sjófarenda.
Starfsstöð er í Reykjavík en viðkomandi þarf að vera reiðubúinn til að ferðast vegna tilfallandi vinnu, jafnvel með stuttum fyrirvara.
Vinna fer almennt fram á dagvinnutíma. Ákveðnar aðstæður geta komið upp sem krefjast vinnu utan hefðbundins vinnutíma.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Umsjón með starfsaðstöðu, lager, birgðastöðu, tæknibúnaði og öðrum búnaði
-
Halda utan um rekstrarstöðu bifreiða og hafa umsjón með viðhaldi og þjónustu bifreiða og annarra farartækja.
-
Aðkoma að viðhaldi og verkefnum tengt starfsaðstöðu Neyðarlínu og rekstri fjarskiptaaðstöðu.
-
Aðstoð við tæknimenn
-
Umsjón og prófanir vararafstöðva
-
Samskipti við samstarfsaðila
-
Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Haldgóð reynsla sem nýtist í starfi, t.d. umsjón með viðhaldi, fasteignum, farartækjum eða búnaði
-
Menntun í iðngrein, tæknifræði eða sambærilegu er kostur
-
Haldgóð þekking á viðhaldi húsnæðis og/eða bifreiða
Auglýsing stofnuð14. nóvember 2023
Umsóknarfrestur29. nóvember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFrumkvæðiLagerstörfSamvinnaSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðStundvísiTæknifræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í rekstri snjallmæla og úrvinnslu mæligagna
Orkuveita Reykjavíkur
Umsjón fasteigna
Landsnet hf.
IT & Office Support
Travel Connect
Sérfræðingur í stjórnun flutningskerfis
Landsnet hf.
Sérfræðingur/verkefnisstjóri vetrarþjónustu
Vegagerðin
Rekstrarstjóri mannvirkja í Grafarholti - Úlfarsárdal
Eignaskrifstofa Reykjavíkurborgar
Rafvirki
Rými 
Vélstjóri
Vestri ehf.
Starf í merkingu/Job in labelling
Innnes ehf.
Verkefnastjóri/sérfræðingur á Tækjabúnaðardeild
Vegagerðin
Bílstjóri og tiltekt - Driver
Bakarameistarinn
Skoðunar- og matsmaður eignatjóna
VÍS