Neyðarlínan
Neyðarlínan

Umsjón fasteigna og lagers

Neyðarlínan leitar að áreiðanlegum einstaklingi í umsjón fasteigna og lagers. Viðkomandi verður hluti af teymi starfsfólks sem vinnur náið saman að uppbyggingu og rekstri neyðar- og öryggisfjarskipta á Íslandi, þar með talið 112 neyðarsvörun, Tetra fyrir viðbragðsaðila og fjarskiptakerfi fyrir öryggi sjófarenda.

Starfsstöð er í Reykjavík en viðkomandi þarf að vera reiðubúinn til að ferðast vegna tilfallandi vinnu, jafnvel með stuttum fyrirvara.

Vinna fer almennt fram á dagvinnutíma. Ákveðnar aðstæður geta komið upp sem krefjast vinnu utan hefðbundins vinnutíma.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með starfsaðstöðu, lager, birgðastöðu, tæknibúnaði og öðrum búnaði
  • Halda utan um rekstrarstöðu bifreiða og hafa umsjón með viðhaldi og þjónustu bifreiða og annarra farartækja.
  • Aðkoma að viðhaldi og verkefnum tengt starfsaðstöðu Neyðarlínu og rekstri fjarskiptaaðstöðu.
  • Aðstoð við tæknimenn
  • Umsjón og prófanir vararafstöðva
  • Samskipti við samstarfsaðila
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Haldgóð reynsla sem nýtist í starfi, t.d. umsjón með viðhaldi, fasteignum, farartækjum eða búnaði
  • Menntun í iðngrein, tæknifræði eða sambærilegu er kostur
  • Haldgóð þekking á viðhaldi húsnæðis og/eða bifreiða
Auglýsing stofnuð14. nóvember 2023
Umsóknarfrestur29. nóvember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.LagerstörfPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Tæknifræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar