
Álfhólsskóli
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með tæplega 31 þúsund íbúa.
Nafn bæjarins er dregið af jörðinni Kópavogi sem ríkissjóður átti í byrjun síðustu aldar og leigði út ásamt annarri jörð Digranesi í nágrenni hennar. Kópavogshreppur var stofnaður í byrjun árs 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900. Hreppurinn óx hratt og voru íbúar orðnir 3.783 þegar Kópavogur hlaut kaupstaðarréttindi 11. maí árið 1955.
Í Kópavogi er mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Mest er um iðnað, þjónustu og verslun af ýmsu tagi og má geta þess að Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins.
Í bænum eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og aðstaða til íþróttaiðkunar er með því besta sem þekkist. Þá eru Kópavogsbúar afar stoltir af menningarstofnunum sínum á Borgarholtinu, svo sem Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands og Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.

Umsjón á miðstigi í Álfhólsskóla
Umsjónarkennari á miðstigi óskast í Álfhólsskóla skólaárið 2023-2024
Í Álfhólsskóla eru um 600 nemendur í 1. til 10. bekk og um 130 starfsmenn. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla er lögð á þátttöku í þróunarverkefnum. Í Álfhólsskóla er skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum og nám við hæfi hvers og eins. Í skólanum eru starfrækt sérhæfð námsver fyrir einhverfa nemendur.
Einkunnarorð skólans eru: menntun – sjálfstæði - ánægja.
Upplýsingar um skólastarfið í Álfhólsskóla er að finna á www.alfholsskoli.is.
Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón og kennsla á miðstigi ásamt teymisvinnu og kennslu í þematengdum verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
Kennaramenntun og réttindi til kennslu
Reynsla af umsjón og kennslu á miðstigi æskileg
Þekking og reynsla á teymiskennslu æskileg
Þekking og áhugi á kennslu- og uppeldisfræði
Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
Stundvísi og áreiðanleiki
Mjög góð þekking á Mentor, upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu og starfi
Starfstegund
Staðsetning
Álfhólsvegur 120, 200 Kópavogur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Leikskólinn Akrar auglýsir eftir deildarstjóra í 100% starf
Garðabær
Skapandi og duglegt starfsfólk á Akra
Garðabær
Leikskólakennari í Klettaborg
Borgarbyggð
Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð
Viltu vera memm?
Heilsuleikskólinn Kór
Sérkennari-þroskaþjálfi í sérkennsluteymi
Heilsuleikskólinn Kór
Leikskólakennarar/Leiðbeinendur Óskast
Leikskólinn Krílakot
Viltu vaxa í fallegu umhverfi? Kennarar og leiðbeinendur
Ævintýraborg við Nauthólsveg
Viltu vaxa og dafna með okkur? Deildarstjórastaða
Ævintýraborg við Nauthólsveg
Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli
Leikskólakennari / leiðbeinandi
Ungbarnaleikskólinn Bríetartún
Viltu slást í hópinn með okkur!
Leikskólinn MúlaborgMá bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.