

Umönnun - Laugarás
Ert þú samviskusamur og drífandi einstaklingur í leit að nýju tækifæri? Langar þig að starfa við að gera líf annarra innihaldsríkara og hafa raunveruleg áhrif í vinnunni?
Þá erum við mögulega að leita að þér!
Hrafnista Laugarás leitar að starfsfólki í fjölbreytt umönnunarstörf. Um er að ræða 80-100% störf í vaktavinnu. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið dagvaktir í bland við aðrar vaktir.
Starfsfólk í umönnun sinnir fjölbreyttum verkefnum og er enginn vinnudagur eins. Það starfar náið með íbúum og aðstoðar þá meðal annars við fataskipti, böðun, salernisferðir, matmálstíma, lyfjainntöku og félagslegan stuðning.
Hrafnista Laugarás er elsta hjúkrunarheimili Hrafnistu og dvelja þar um 191 íbúi. Hrafnista er stærsta hjúkrunarheimili landsins og telur nú 8 heimili og u.þ.b. 1700 starfsmenn. Við leggjum okkur fram við að vera leiðandi í öldrunarþjónustu og höfum andlega, líkamlega og félagslega vellíðan íbúa okkar ávallt í brennidepli. Heimilin eru rekin eftir danskri hugmyndafræði Lev og bo. Það þýðir að rík áhersla er lögð á sjálfsákvörðunarrétt og þátttöku íbúa. Meginmarkmið í öllu okkar starfi er að viðhalda frumkvæði íbúa með því að hvetja þá til að vera virkir þátttakendur í eigin lífi í samræmi við eigin heilsu og getu.
- Aðstoða íbúa við athafnir daglegs lífs
- Góð færni í samskiptum
- Sjálfstæði og stundvísi
- Jákvæðni og metnaður í starfi
- Æskilegt að viðkomandi hafi náð 18 ára aldri
- Mötuneyti
- Gjaldfrjáls bílastæði
- Heilsuræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur











