

Umönnun - Eir, Skjól og Hamrar - Sumarstörf
Viltu þú starfa við gefandi og skemmtilegt sumarstarf með sveigjanlegum vinnutíma og góðum tekjumöguleikum?
Hjúkrunarheimilin Eir, Skjól og Hamrar óska eftir starfsfólki í umönnunarstörf í sumar.
Starfsfólk við umönnun á hjúkrunarheimili aðstoðar við fjölbreyttar athafnir daglegs lífs til að hámarka lífsgæði íbúanna, viðhalda sjálfstæði þeirra og vellíðan. Meginhlutverk starfsins er þrenns konar: Aðhlynning, samskipti og heimilisstörf.
Við leitum að jákvæðum, stundvísum og samviskusömum einstaklingum til starfa við umönnun aldraðra.
Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 18 ára aldri og hafi færni í íslensku (B1).
Um vaktavinnu er að ræða en starfshlutfall er samkomulag. Greitt er skv. kjarasamningi Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst þar sem ráðið er í störfin jafnóðum.
- Aðstoðar með daglega umönnun skjólstæðinga og þjónustuþega heimilisins .
- Leiðbeinir og aðstoðar heimilismenn við persónulegt hreinlæti og aðrar athafnir daglegs lífs í samræmi við getu og óskir heimilismanns.
- Heldur umhverfi snyrtilegu, s.s. þvo og ganga frá þvotti, þrífa og búa um rúm.
- Sinnir reglubundnu eftirliti og svarar bjöllum.
- Þátttaka í daglegu lífi, tómstundum og þjálfun.
- Umönnun - sumarafleysing
- Sjúkraliðanemar - sumarafleysing
- Aldurstakmark er 18 ár.
- Færni í íslensku.
- Viðeigandi menntun ef sótt er um nemastöðu.
- Stundvísi.
- Snyrtimennska.
- Góð samskiptahæfni.
- Glaðlegt og jákvætt viðmót.
Íslenska










