Umönnun á geðeiningu í sumar
Mörk hjúkrunarheimili leitar að jákvæðu og metnaðarfullu starfsfólki við umönnun á geðeiningu í sumar.
Mörk er lifandi vinnustaður þar sem starfa rúmlega 200 manns. Áhersla er lögð á góðan starfsanda, sterka liðsheild og hvetjandi starfsumhverfi. Grundarheimilin fengu jafnlaunavottun árið 2020 og hvetjum við öll kyn til að sækja um.
Ýmsir möguleikar á starfshlutfalli eru í boði þar sem unnar eru blandaðar vaktir í góðum hóp starfsfólks.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi og lögð er áhersla á góða teymisvinnu. Starfið felur í sér ýmsa aðstoð og umönnun við heimilisfólk Markar á 20 rýma geðeiningu, gleðjast og njóta samveru með þeim.
Tækifæri fyrir nema í sálfræði, hjúkrun, félagsráðgjöf eða skyldum greinum til að öðlast dýrmæta reynslu og hafa jákvæð áhrif á líf fólks.
- Góð íslenskukunnátta
- Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni
- Starfsmaður þarf að hafa náð 20 ára aldri
- Stundvísi og metnaður í starfi
- Starfsreynsla við umönnun geðfatlaðra er mikill kostur
- Stytting vinnuvikunnar
- Öflugt starfsmannafélag
- Aðgangur að heilsustyrk