RARIK ohf.
RARIK ohf.
RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt um landið.
RARIK ohf.

Tvær stöður verkefnastjóra

Langar þig að taka stökkið og verða hluti af liðsheild sem innleiðir þriðju orkuskiptin á Íslandi?

Ný stefna RARIK og skipulag leggur aukna áherslu á verkefnamiðaða vinnu. Við höfum því sett upp verkefnastofu, en tilgangur hennar er að stýra verkefnum þvert á svið fyrirtækisins. Hér beislum við afl hugvitsins í fyrirtækinu. Ef þú treystir þér til að draga fram það besta í fólkinu okkar, gætir þú verið verkefnastjórinn sem við leitum að.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Stýring verkefna með ólíkum sviðum fyrirtækisins
 • Koma á verkefnamiðuðu skipulagi

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða alþjóðleg vottun verkefnastjóra
 • Haldbær reynsla af verkefnastjórnun
 • Þekking og reynsla af Scrum/Agile og notkun á Kanban borði
 • Jákvætt hugarfar og þjónustulund
 • Framúrskarandi færni í samskiptum og teymisvinnu
 • Góð tölvukunnátta og áhugi á stafrænum lausnum
 • Frumkvæði, metnaður og lausnamiðuð hugsun
 • Nákvæm vinnubrögð og skipulagshæfni
 • Afbragðs færni til að tjá sig í ræðu og riti

Nýju skipulagi fylgja ný tækifæri. Með teymisvinnu og öflugri liðsheild náum við lengra. Öll störfin eru án staðsetningar og leggjum við áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika mannauðs. Við tökum vel á móti öllum.

Umsóknarfrestur er til og með 2. október 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Henrietta Þóra Magnúsdóttir (henrietta@intellecta.is).

Auglýsing stofnuð15. september 2023
Umsóknarfrestur2. október 2023
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.