Viðskiptastjóri Leiguvernd

Leiguvernd Tryggja Síðumúli 23, 108 Reykjavík


Tryggja óskar eftir manneskju í starf viðskiptastjóra Leiguverndar.

Óskað er eftir því að umsækjandi geti hafið störf eigi síðar en 1. september 2019.

Leiguvernd er vátrygging vátryggð af TM og kemur í stað bankaábyrgðar þegar leigja á húsnæði.
Leiguvernd veitir leigusala vernd gegn vanskilum leigjanda og bætir leigusala tjón á húsnæði.

Starfssvið Viðskiptastjóra

Þjónusta við núverandi viðskiptavini og öflun nýrra.
Umsjón með endurnýjun samninga.
Innheimta eigináhættu og iðgjalda í samstarfi við tjónadeild og fjármalastjóra.
Markaðsetning í samstarfi við auglýsingastofu og framkvæmdastjórn.
Önnur tilfallandi verkefni.


Menntunar- og hæfniskröfur

Menntun sem nýtist í starfi, lögfræði, viðskiptafræði eða sambærileg menntun er kostur.
Kostur að hafa starfað við vátryggingar þó ekki nauðsynlegt.
Stefnumiðuð hugsun.
Drifkraftur og hæfni til að leiða verkefni og/eða hópa.
Hæfni til tjáningar í ræðu og riti.
Framúrskarandi hæfni í samskiptum.
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
Umsækjandi þarf að hafa fullkomið vald á íslensku og ensku í ræðu og riti. 

Um okkur
Tryggja ehf. er elsta vátryggingamiðlunin á Íslandi. Hún var stofnuð 1995 og spratt upp úr þeirri hugmynd að innleiða erlendar vátryggingar á markaðinn.

Í dag starfar Tryggja með TM og fjölda vátryggingafélaga víðsvegar um heiminn. 

Tryggja er Lloyd's cover holder og hefur því beinan aðgang að Lloyd's markaðnum.

Nánari upplýsingar um félagið og leiguvernd er að finna inná tryggja.is

 

Umsóknarfrestur:

15.08.2019

Auglýsing stofnuð:

29.07.2019

Staðsetning:

Síðumúli 23, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi