
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.000 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Þú ert á góðum stað eru kjörorð sveitarfélagsins.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Trommukennari
Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar óska eftir að ráða trommukennara frá og með 1. ágúst 2023 skólaárið 2023-2024.
Í Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar eru rúmlega 110 nemendur. Kennsla fer fram að mestu á skólatíma. Tónlistarskólinn býr að góðri aðstöðu og er til húsa í sama húsnæði og grunnskólarnir á Eskifirði og Reyðarfirði. Gott samstarf er við grunnskólana og góður starfsandi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Kennsla á trommur
Möguleiki á kennslu á fleiri hljóðfæri ef áhugi er fyrir hendi
Möguleiki á tónfræðikennslu
Menntunar- og hæfniskröfur
Tónlistarkennaramenntun eða haldgóð menntun sem nýtist í starfi
Góð færni í hljóðfæraleik
Reynsla af kennslu eða menntun í uppeldisfræði
Hæfni í mannlegum samskiptum
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
Íþrótta- og tómstundastyrkur
Auglýsing stofnuð24. maí 2023
Umsóknarfrestur5. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Hæfni
KennslaSjálfstæð vinnubrögðTrommur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (5)

Tónlistarkennarar við listadeild Seyðisfjarðarskóla
Seyðisfjarðarskóli Seyðisfjörður 23. júní Hlutastarf (+1)

Leikskólakennari / leiðbeinandi
Ungbarnaleikskóli Hallgerðargötu 21. júní Fullt starf (+1)

Leikskólakennari / leiðbeinandi
Ungbarnaleikskólinn Bríetartún Reykjavík 21. júní Hlutastarf (+1)

Laus störf skólastjóra og kennara við Tónskóla Mýrdalshrepps
Mýrdalshreppur
Gítarkennari við Tónlistarskóla Árnesinga
Tónlistarskóli Árnesinga 10. júní Hlutastarf
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.