RARIK ohf.
RARIK ohf.
RARIK ohf.

Traustur sérfræðingur í stjórnstöð

Ef þú heldur rónni undir álagi þá gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig. Við leitum að drífandi manneskju með haldbæra þekkingu á rekstri dreifikerfa og framúrskarandi samskiptafærni í stjórnstöðvarteymið okkar. Tengdu þig við okkur og taktu þátt í að byggja upp trausta undirstöðu þriðju orkuskiptanna.

Helstu verkefni og ábyrgð

Stjórnstöð RARIK starfar innan veitusviðs og hefur það meginhlutverk að vakta og bregðast við hvers kyns truflunum í veitukerfinu. Í stjórnstöð starfar sex manna teymi á vöktum við að skipuleggja og stýra aðgerðum í tengslum við rof og vinnu. Unnið er á dag-, kvöld- og bakvöktum. Í þessu teymi skiptir máli að geta hugsað hratt en samt skipulega.  

Menntunar- og hæfniskröfur

Til að geta starfað stjórnstöðvarteyminu okkar þarf viðeigandi menntun á rafmagnssviði sem samræmist kröfum til A-löggildingar rafvirkjunarstarfa, s.s. meistarabréf í rafvirkjun, rafið-, rafmagnstækni- eða rafmagnsverkfræði. Reynsla af rekstri háspennukerfa er hér mikill kostur. Við leitum sérstaklega eftir fólki með góða samskiptahæfileika sem getur sýnt útsjónarsemi í hvers kyns aðstæðum. Rétta manneskjan í þetta starf hefur drifkraft og getu til að vinna sjálfstætt undir álagi.  

Auglýsing birt6. mars 2025
Umsóknarfrestur25. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík
Óseyri 9, 603 Akureyri
Þverklettar 2, 700 Egilsstaðir
Hamraendar 2
Larsenstræti 4
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar