Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Tónlistarskóli Eyjafjarðar

Tónlistarskóli Eyjafjarðar Laus störf

Tónlistarskóli Eyjafjarðar óskar eftir að ráða tónlistarkennara við skólann.
Sveitarfélögin Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstrandahreppur og Grýtubakkahreppur eru aðilar að skólanum og starfið fer að mestu fram í skólum sveitarfélagsins. Starfsmenn við skólann eru 14 auk stundakennara.
Fagmennska og öflug starfsþróun er eitt helsta leiðarstef skólans.

Söngkennari – fullt starf.
Í starfinu fellst kennsla nemenda fyrst og fremst í rythmískum söng, á öllum stigum söngnáms. Flestir nemendur eru á grunnskólaaldri en einnig eru eldri nemendur m.a. í framhaldsskólum.

Trommukennari (slagverk) – fullt starf.

Kennsla nemenda í trommuleik (slagverki). Umsjón eða samstarf um samspil nemenda og eftir þörfum þátttaka í samspili vegna lengra komna nemenda á mið- og framhaldsstigi í rythmísku námi.

Tónmennakennari – hlutastarf/fullt starf
Mikil eftirspurn er eftir tónmenntakennslu í leik- og grunnskólum.
Möguleikar á að móta kennsluna í góðri samvinnu við leik- og grunnskóla.
Forskólakennsla, hefðbunin tónnmennakennsla, nýjir miðlar, marimbur, samsöngur og kórar. Allt eftir áhugasviði, hæfileikum og þörfum hvers skóla eða skólastigs.

Umsækjandi hafi menntun og reynslu sem nýtist í starfi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum tónlistarkennara við Samband íslenskra sveitarfélaga. Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða, akstur greiddur samkvæmt áðurnefndum kjarasamningi.
Góð samskiptahæfni er lykilatriði.

Höfuðstöðvar skólans eru á Hrafnagili innan við 10 mínútna akstur frá Akureyri.
Við Eyjafjörð og sveitir allt um kring er einstök náttúrufegurð og tækifæri til skemmtilegrar útivistar við hvert fótmál. Aðstaða til íþróttaiðkunnar er góð og rótgróin menningarstarfssemi í tón- og leiklist.
Umsóknarfrestur er til 1. maí 2025.
Upplýsingar um starfið veitir Guðlaugur Viktorsson, skólastjóri s.8980525
Fyrirspurnir og umsóknir berist á netfangið [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð

Kennsla barna og ungmenna í tónlist

Menntunar- og hæfniskröfur

Tónlistarkennari - tónmenntakennari- menntun sem nýtist í starfi

Auglýsing birt10. apríl 2025
Umsóknarfrestur2. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Grunnfærni
Staðsetning
Skólatröð 9, 605 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.Kennsla
Starfsgreinar
Starfsmerkingar