DB SCHENKER á Íslandi
DB SCHENKER á Íslandi
DB SCHENKER á Íslandi

Tollafulltrúi óskast

Leitum að jákvæðum og áhugasömum starfsmanni til framtíðar í tolladeild DB SCHENKER á Íslandi.

Tolladeild ber ábyrgð á móttöku og frágangi farmbréfa, tollskjalagerð, útgáfa flutningstengdra skírteina/vottorða og heimakstri til viðskiptavina. Deildin þjónustar og aðstoðar viðskiptavini og vinnur náið með sölusviði við inn- og útflutning. Kostur er ef viðkomandi hefur einhverja reynslu af tollafgreiðslu og vöruflutningum.

DB SCHENKER er leiðandi á heimsvísu í flutningsmiðlun. Hjá DB SCHENKER á Íslandi starfar lítið en sérhæft teymi, með víðtæka reynslu og þekkingu á land-, flug- og sjóflutningi sem og flutningstendri þjónustu. Starfsemi okkar byggir á traustum viðskiptasamböndum og sterkum samstarfsaðilum, en framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni starfsmanna okkar gegna lykilhlutverki í okkar árangri. Gildi okkar standa fyrir áreiðanleika, metnaði, samvinnu, þjónustulund, heiðarleika og sjálfbærni.

Við bjóðum fjölbreytt og krefjandi starf í líflegu, alþjóðlegu starfsumhverfi með góðu samstarfsfólki. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu, gott mötuneyti og öflugt starfsmannafélag. Skrifstofa og vöruhús DB SCHENKER eru í Hafnarfirði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka og frágangur á farmbréfum
  • Tollskjalagerð og útgáfa flutningstengdra skírteina/vottorða
  • Samskipti við tollayfirvöld og erlenda samstarfsaðila
  • Þjónusta við viðskiptavini, vöruhús og dreifingaraðila 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Próf í tollmiðlun eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Þjónustulund og þægilegt viðmót
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Góð tölvufærni
  • Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði
  • Hreint sakavottorð er skilyrði
Auglýsing birt10. september 2024
Umsóknarfrestur22. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Fornubúðir 5, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Vöruflutningar
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar