Vistor
Þýðandi
Vistor óskar eftir að ráða inn þýðanda í stoðdeild félagsins. Deildin samanstendur af rúmlega 20 manns sem sinna skráningum, klínískum rannsóknum og þýðingum. Viðkomandi verður hluti af öflugu þýðendateymi sem vinnur náið með öðrum sérfræðingum innan Vistor.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Þýðingar og yfirlestur á lyfjatextum (SPC og PIL) úr ensku eða Norðurlandamáli
-
Þýðingar og yfirlestur á textum vegna lækningatækja
-
Ráðgjöf varðandi lyfjaþýðingar
-
Þýðing og yfirlestur markaðsefnis
-
Önnur tilfallandi verkefni sem tengjast starfinu
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Menntun sem nýtist í starfi
-
Reynsla af þýðingum á lyfjatextum eða öðrum sérhæfðum textum sem tengjast heilbrigðisgeiranum
-
Góður teymisfélagi
-
Nákvæm og öguð vinnubrögð
-
Þekking á þýðingahugbúnaðinum Trados kostur
-
Góð íslensku- og enskukunnátta, kunnátta í Norðurlandamáli er kostur
Auglýsing birt2. janúar 2025
Umsóknarfrestur16. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Hörgatún 2, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (1)