Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Þroskaþjálfi við Eskifjarðarskóla

Eskifjarðarskóli leitar að þroskaþjálfa eða starfsmanni með aðra sambærilega menntun í allt að 100% starf. Næsti yfirmaður starfsmannsins er deildarstjóri sérkennslu. Um er að ræða 100% starf þroskaþjálfara sem felur í sér vinnu með börnum með sérþarfir og/eða þroskafrávik.

Eskifjörður er einn af byggðarkjörnum Fjarðabyggðar. Þar er góður leik- og grunnskóli. Í Fjarðabyggð er öflugt íþrótta- og tómstundastarf og ókeypis samgöngur innan Fjarðabyggar. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingarmöguleika. Ein besta sundlaug á Íslandi er á Eskifirði. Við Eskifjarðarskóla starfar samhentur hópur starfsfólks.

Við skólann starfa 38 starfsmenn og í skólanum eru um 150 nemendur. Mikil áhersla er lögð á teymisvinnu á öllum sviðum skólastarfsins og sameiginlegri ábyrgð í starfi, ekki síst í stjórnendateymi, umsjónarkennarateymum og lausnarteymi skólans. Í Eskifjarðarskóla er mikil áhersla lögð á velferð nemenda og starfsfólks og litið svo á að hún sé lykillinn að árangri í öllum verkefnum. Skólinn fylgir eineltisáætlun og vinnur samkvæmt uppeldisaðferðunum Uppeldi til ábyrgðar og ART. Á yngstastigi er kennt samkvæmt aðferðum Byrjendalæsis. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð. Kjörorð skólans eru þekking, virðing, færni og áræði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að áætlanagerðum, þ.m.t. skólanámskrá, bekkjaráætlunum og einstaklingsáætlunum í samráði/samstarfi við kennara, stuðningsfulltrúa, foreldra og aðra eftir því sem við á.
  • Gerir færni-, þroska- og námsmat í samráði/samstarfi við kennara, þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa, foreldra og aðra eftir því sem við á.
  • Annast þjálfun og fræðslu um fatlanir og þroskafrávik til stuðningsfulltrúa og annarra starfsmanna skólans.
  • Veitir foreldrum fatlaðra nemenda ráðgjöf og leiðbeiningar er lýtur að fötlun nemenda.
  • Veitir ráðgjöf vegna fatlaðra nemenda til annarra starfsmanna skólans.
  • Fræðir nemendur skólans um þroskafrávik og fatlanir eftir því sem við á.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í þroskaþjálfun eða sambærileg menntun
  • Framhaldsmenntun er æskileg en ekki skilyrði.
  • Góð tungumálakunnátta, íslenska og enska.
  • Þekking á kennslu- og uppeldisfræði
  • Hreint sakavottorð
  • Þekking á helstu upplýsingakerfum
Fríðindi í starfi
  • Íþrótta- og tómstundarstyrkur
  • Vinnutímastytting
Auglýsing birt5. september 2024
Umsóknarfrestur26. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Lambeyrarbraut 14, 735 Eskifjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar