Lindaskóli
Lindaskóli
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með tæplega 31 þúsund íbúa. Nafn bæjarins er dregið af jörðinni Kópavogi sem ríkissjóður átti í byrjun síðustu aldar og leigði út ásamt annarri jörð Digranesi í nágrenni hennar. Kópavogshreppur var stofnaður í byrjun árs 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900. Hreppurinn óx hratt og voru íbúar orðnir 3.783 þegar Kópavogur hlaut kaupstaðarréttindi 11. maí árið 1955. Í Kópavogi er mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Mest er um iðnað, þjónustu og verslun af ýmsu tagi og má geta þess að Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins. Í bænum eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og aðstaða til íþróttaiðkunar er með því besta sem þekkist. Þá eru Kópavogsbúar afar stoltir af menningarstofnunum sínum á Borgarholtinu, svo sem Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands og Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.
Lindaskóli

Þroskaþjálfi/sérkennari í Lindaskóla

Lindaskóli óskar eftir sérkennara/þroskaþjálfa

Lindaskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum eru um 450 nemendur í 1. -10. bekk og 80 starfsmenn. Þar ríkir góður starfsandi og vinnuaðstæður eru góðar. Lindaskóli leggur rækt við listir og menningu í skólastarfinu. Hann leggur jafnframt áherslu á umhverfismennt og tekur þátt í Grænfánaverkefninu. Í Lindaskóla er lögð áhersla á notkun spjaldtölva í skólastarfi. Virk heilsuefling er eitt einkenna skólans og hefur til margra ára verið í forystusveit skóla sem hafa tekið þátt í Skólahreysti. Mikil og góð samvinna hefur verið milli skólans og heimila í nærumhverfinu. Gildi Lindaskóla eru vinátta virðing viska.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf sem kennari með áherslu á viðkomandi skólastig
  • Nám í sérkennslufræðum er kostur
  • Þroskaþjálfanám er kostur
  • Mjög góð þekking á upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu og starfi
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð hæfni í samskiptum
  • Stundvísi og samviskusemi

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Starfshlutfall er 100%.

Ráðning er frá 1. ágúst 2023.

Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2023

Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef Alfreðs.

Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Bent er á að lögum samkvæmt verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Upplýsingar um Lindaskóla má finna á heimasíðu skólans á http://lindaskoli.is

Upplýsingar um starfið gefur Guðrún G. Halldórsdóttir skólastjóri í síma 4413000/8628778 og á netfanginu gudrungh@kopavogur.is

Auglýsing stofnuð15. maí 2023
Umsóknarfrestur9. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Núpalind 7, 201 Kópavogur
Hæfni
PathCreated with Sketch.Kennari
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.