
Kópavogsskóli
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með tæplega 31 þúsund íbúa.
Nafn bæjarins er dregið af jörðinni Kópavogi sem ríkissjóður átti í byrjun síðustu aldar og leigði út ásamt annarri jörð Digranesi í nágrenni hennar. Kópavogshreppur var stofnaður í byrjun árs 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900. Hreppurinn óx hratt og voru íbúar orðnir 3.783 þegar Kópavogur hlaut kaupstaðarréttindi 11. maí árið 1955.
Í Kópavogi er mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Mest er um iðnað, þjónustu og verslun af ýmsu tagi og má geta þess að Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins.
Í bænum eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og aðstaða til íþróttaiðkunar er með því besta sem þekkist. Þá eru Kópavogsbúar afar stoltir af menningarstofnunum sínum á Borgarholtinu, svo sem Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands og Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.

Þroskaþjálfi óskast í Kópavogsskóla
Við í Kópavogsskóla erum að leita að lífsglöðum og áhugasömum þroskaþjálfa til að taka að sér fjölbreytt verkefni. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli með um 360 nemendur og um 70 starfsmenn. Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur á mið- og unglingastigi og frístundaheimili fyrir nemendur í 1. – 4. bekk. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og lögð er áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og ýmis þróunarverkefni eru í gangi. Í Kópavogsskóla er allir kennarar og nemendur í 1. – 10. bekk með spjaldtölvur og mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðun náms og fjölbreytta kennsluhætti. Einkennisorð skólans eru vinátta, virðing, vellíðan. Góður starfsandi er í skólanum.
Menntunar- og hæfniskröfur
Þroskaþjálfaramenntun
Hæfni í mannlegum samskiptum
Stundvísi og áreiðanleiki
Mjög góð færni í íslensku
Æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á Uppeldi til ábyrgðar
Góð þekking á upplýsingatækni mikilvæg
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Sambærileg störf (12)

Þroskaþjálfi - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær Hafnarfjörður 14. júní Fullt starf (+1)

Leikskólakennarar og annað starfsfólk óskast í Krikaskóla
Krikaskóli Mosfellsbær 20. júní Fullt starf

Snælandsskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa
Snælandsskóli Kópavogur 16. júní Hlutastarf

Yfirþroskaþjálfi
Sunnulækjarskóli, Selfossi Selfoss 12. júní Fullt starf

Sérkennari í sérdeild fyrir einhverfa
Álfhólsskóli Kópavogur 16. júní Fullt starf

Leikskólakennari í Garðasel
Leikskólinn Garðasel 10. júní Fullt starf

Lágafellsskóli - kennari í námsver
Lágafellsskóli Mosfellsbær 14. júní Fullt starf

Leikskólakennarar hjá leikskólanum Álfheimum
Leikskólinn Álfheimar, Selfossi Selfoss 11. júní Fullt starf

Sérkennsla í leikskóla
Ártúnsskóli Reykjavík 7. júní Fullt starf

Kennari/þroskaþjálfi - Klettaskóli
Klettaskóli Reykjavík Fullt starf

Aðstoðarforstöðumanneskja frístundastari fatlaðra barna/ungl
Kringlumýri frístundamiðastöð
Stuðningur barns í leikskólastarfi
Leikskólinn Sjáland Garðabær Hlutastarf (+1)
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.