Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Þroskaþjálfi - málastjóri - Geðheilsuteymi taugaþroskaraskan

Hefur þú áhuga á að vinna í þverfaglegu teymi?

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir þroskaþjálfa í starf málastjóra í Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana. Teymið er að stækka og í stöðugri þróun, því gefast mörg tækifæri til að þróa faglega sérþekkingu.

Teymið sinnir einstaklingum, 18 ára og eldri með þroskahömlun og klínískan geðrænan vanda og/eða krefjandi hegðun. Skjólstæðingar teymisins hafa oft á tíðum annan fjölbreytilegan taugaþroska og/eða sjúkdóma. Áhersla er lögð á þverfaglegt starf og unnið er þvert á stofnanir heilbrigðis- og velferðarþjónustu á landsvísu.

Ef þú hefur áhuga á vinna í fjölbreytilegri samfélagsgeðþjónustu og í öflugri teymisvinnu, þar sem góður starfsandi ríkir, þá er þetta spennandi tækifæri.

Um er að ræða 80 – 100 % ótímabundið starf og ráðið er í starfið frá 1. nóvember eða eftir nánara samkomulagið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinna málastjórn
  • Skipuleggur og veitir einstaklingsmiðaða ráðgjöf, meðferð og stuðning til notanda, aðstandenda og þjónustuveitendur
  • Þátttaka í að efla og innleiða nýjungar í starfi 
  • Hefur heildarsýn yfir skjólstæðingahópinn og vinnur þvert á teymið
  • Önnur verkefni sem starfsmanni er falin af yfirmanni

Viðkomandi mun starfa í þverfaglegum teymum í náinni samvinnu við starfsfólk heilsugæslustöðva, félagsþjónustu, geðsviðs Landspítala, annarra stofnana og samtaka.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsleyfi frá landlækni sem þroskaþjálfi
  • Hagnýt starfsreynsla a.m.k. 5 ár
  • Þekking á skipulögðum vinnubrögðum (TEACCH)
  • Góð þekking og reynsla á málaflokknum
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Áhugi á að starfa út í samfélaginu 
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, félagslyndi, jákvætt viðmót og frumkvæði
  • Hæfni og áhugi á teymis-og verkefnavinnu
  • Mjög gott tölvulæsi
  • Íslensku kunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Tækifæri til sí- og endurmenntunar
Auglýsing birt25. september 2024
Umsóknarfrestur14. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Vegmúli 3, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar