Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

Þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða kennari

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri (BES) auglýsir eftir þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, eða kennara í 100% stöðu þar sem megin áhersla er á börn með sértækar þarfir í samstarfi við stoðþjónustu skólans.

Við skólann eru tvær starfsstöðvar þar sem nemendur yngra stigs eru á Stokkseyri og nemendur eldra stigs á Eyrarbakka. Við skólann eru 140 nemendur, 60 á yngra stigi og 80 á eldra stigi. Sérstaða skólans felst í einstaklingsmiðaðri kennslu og skapandi greinar fá mikið vægi í skólastarfinu. Mikil áhersla er lögð á góð samskipti og góða samvinnu við nærumhverfið. BES er í þróunarvinnu sem miðar að því að verða teymiskennsluskóli þar sem kennarar vinna í teymum með samkennslu tveggja til þriggja árganga. BES er Erasmus+ skóli, starfar eftir gildum Olweusar reglunnar og er heilsueflandi grunnskóli. Þá er BES virkur þátttakandi í Lærdómssamfélagi Árborgar og í öflugu samstarfi við aðra grunnskóla í Árborg.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa tæplega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Vinnur að áætlanagerðum, þ.m.t. skólanámskrá og einstaklingsáætlunum í samráði/samstarfi við kennara, stuðningsfulltrúa, foreldra og aðra eftir því sem við á.
 • Gerir færni-, þroska- og námsmat í samráði/samstarfi við kennara, stuðningsfulltrúa, foreldra og aðra eftir því sem við á.
 • Skipuleggur þjálfunaraðstæður, velur/útbýr þjálfunar- og námsgögn og fylgir eftir settum markmiðum.
 • Situr kennara- og teymisfundi og aðra þá fundi sem skólastjórnendur felur honum.
 • Vinnur í teymi með starfsfólki stoðþjónustu og kennurum skólans.
 • Starfar í stoðþjónustu á daglegum grunni.
 • Hefur samband við forsjáraðila eftir þörfum.
 • Stendur vörð um réttindi nemenda með fötlun og stuðlar að því að þeir njóti bestu þjónustu sem möguleg er á hverjum tíma.
 • Ber ábyrgð á upplýsingagjöf og upplýsingaöflun vegna sérþarfa nemenda með fötlun.
 • Vinnur eftir gildum, stefnu og áherslum skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar, iðjuþjálfunar eða kennslufræða.
 • Reynsla af kennslu, iðjuþjálfun eða starfi þroskaþjálfa í grunnskóla.
 • Áhugi og metnaður fyrir að starfa með börnum og ungmennum.
 • Jákvæðni og lipurð í samskiptum.
 • Framtaksemi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Metnaður í starfi.
Auglýsing stofnuð4. júní 2024
Umsóknarfrestur14. júní 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Háeyrarvellir 56, 820 Eyrarbakki
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar