
Kópasteinn
Í Kópasteini eru 68 börn á aldrinum 1 árs til 5 ára á fjórum deildum sem eru aldursskiptar. Börnin fara í vinnustundir í tónlist, skapandi starfi og lífsleikni. Valkerfið (fjölbreyttur efniviður) er í boði í frjálsum leiktíma barnanna. Samverustundir eru daglega inni á öllum deildum.
Leikskólinn Kópasteinn hóf starfsemi árið 1964 og er fyrsti leikskólinn í Kópavogi. Kópasteinn stendur í ákaflega fögru umhverfi í hjarta Kópavogs við Borgarholtið. Kópavogskirkjan er á hæðinni fyrir ofan okkur, Listasafn Gerðar Helgadóttur blasir við og Salurinn. Þá er Borgarholtið hér allt í kring, með nýju safnaðarheimili Kópavogskirkju á horni Hábrautar. Börnin þurfa því ekki að fara langt til að upplifa fagurt útsýni, fallegar byggingar og menningu. Vettvangsferðir eru tíðar í nærliggjandi stofnanir og nánasta umhverfi.
Kópasteinn fór inn í Grænfánaverkefnið fyrir allnokkrum árum og höfum verið að flokka úrgang innan skólans síðan. Börnin eru virkir þátttakendur í því ferli en umhverfisfræðsla er stór þáttur af starfinu. Á vorin og haustin er lögð áhersla á að vinna með náttúruna í víðum skilningi. Við sáum fyrir ýmsum jurtum, setjum niður kartöflur og höldum sérstaka Umhverfisdaga í skólanum í maí.
Kópasteinn tekur einnig þátt í vináttuverkefni á vegum Barnaheilla, þar er bangsinn Blær í stóru hlutverki.

Þroskaþjálfi eða leikskólasérkennari óskast á Kópastein
Ert þú ábyrgur, jákvæður og sjálfstæður þroskaþjálfi / leikskólasérkennari sem hefur gaman af nýjum áskorunum? Þá gætum við verið að leita að þér.
Leikskólinn Kópasteinn er 5 deilda leikskóli í tveimur húsum með 98 börn börn á aldrinum 1 - 5 ára. Við leitum að þroskaþjálfa / leikskólasérkennara sem er til í að taka þátt í spennandi uppbyggingu með okkur.
Áherslur í starfinu eru á sjálfssprottinn leik í allri sinni fjölbreytni, lífsleikni, tónlist og málrækt. Í Kópasteini er góður starfsandi og gott hlutfall fagmenntaðs starfsfólks.
Einkunnarorð skólans eru gaman saman sem endurspeglar starfið okkar.
Heimasíða leikskólans er kopasteinn.kopavogur.is.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfið felur í sér stuðning við barn með þroskafrávik.
- Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og teymisvinnu.
- Unnið er samkvæmt skóla án aðgreiningar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þroskaþjálfi eða leikskólakennari.
- Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Reynsla af skipulagningu sérkennslu og þjálfunar.
- Góð íslenskukunnáttta er skilyrði.
- Ef ekki fæst þroskaþjálfi eða leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun.
Auglýsing birt18. mars 2025
Umsóknarfrestur1. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hábraut 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Leikskólinn Aðalþing - (sér)kennsla
Aðalþing leikskóli

Menntasvið Kópavogs leitar að leiðtoga grunnskóladeildar
Kópavogsbær

Deildarstjóri í leikskólann Marbakka
Marbakki

Leikskólastjóri óskast í nýjan leikskóla í Helgafellslandi
Mosfellsbær

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Ævintýraborg við Eggertsgötu

Sumarafleysingar á heimili fatlaðs fólks
Sveitarfélagið Ölfus

Kennarar óskast – Vertu með í frábærum hóp!
Sveitarfélagið Ölfus

Urriðaholtsskóli óskar eftir tónmenntakennara
Urriðaholtsskóli

Sumarstarfsmaður óskast á Fífusali
Sumarstörf - Kópavogsbær

Forstöðumaður frístundaheimilis Gerðaskóla
Suðurnesjabær

Leikskólinn Akrar auglýsir eftir deildarstjóra í 100% starf
Leikskólinn Akrar

Viltu vinna með litlum snillingum? Við leitum að kennara
Leikskólinn Sjáland