
Sólheimar ses
Sólheimar hafa starfað að mannrækt, umhverfis- og menningarmálum í 84 ár. Í byggðarhverfinu Sólheimum búa og starfa um 100 manns. Rekin er fjölþætt atvinnustarfsemi með garðyrkjustöð, skógræktarstöð, verslun, kaffihúsi, bakaríi, matvinnslu, jurtastofu og gistiheimili. Á staðnum eru fimm mismunandi listasmiðjur, leirgerð, listasmiðja, kertagerð, vefstofa og smíðastofa. Menningarstafssemi er fjölþætt og á Sólheimum er listhús, sýningarsalir, höggmyndagarður, trjásafn, kirkja, fræðasetrið Sesseljuhús og íþróttaleikhús.

Þroskaþjálfar óskast til starfa í félagsþjónustu Sólheima
Sólheimar í Grímsnesi auglýsir tvær stöður þroskaþjálfa í félagsþjónustu Sólheima.
Um er að ræða störf í dagvinnu í þjónustu við íbúa með fötlun sem búa í sjálfstæðri búsetu eða í íbúðakjarna. Starfshlutfall, 80-100%, eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Bera ábyrgð á gerð þjónustuáætlana og eftirfylgni þeirra.
- Leiðbeina og aðstoða þjónustuþega við athafnir daglegs lífs.
- Taka þátt í fræðslu og aðstoða tengiliði þjónustuþega og stuðningsfulltrúa við að vinna samkvæmt þjónustuáætlunum.
- Taka þátt í skipulagningu á innra starfi með næsta yfirmanni og taka þátt í að fræða nýtt starfsfólk, leiðbeina því og vera öðrum starfsmönnum fagleg fyrirmynd.
- Annast samskipti við fjölskyldur, hæfingaraðila og opinbera fagaðila í samráði við forstöðumann félagsþjónustu.
- Taka virkan þátt í teymisvinnu félagsþjónustunnar.
- Önnur verkefni sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun í þroskaþjálfafræðum og gilt starfsleyfi sem þroskaþjálfi.
- Haldgóð þekking á lögum og reglum sem gilda um starfið og starfsemina.
- Vinna af heilindum fyrir Sólheima og sýna vinnustaðnum, starfsmönnum hans og þjónustunotendum virðingu, hollustu og trúnað.
- Hafa ríka þjónustulund, jákvætt viðmót og góða færni í mannlegum samskiptum.
- Sýna málefnalegt frumkvæði, framtakssemi og sjálfstæði í starfi.
- Skipulagshæfni.
- Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi.
- Almenn tölvukunnátta.
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
- Hreint sakarvottorð áskilið.
- Stundvísi og snyrtimennska.
Fríðindi í starfi
Aðgangur að líkamsrækt og sundlaug.
Auglýsing birt19. júní 2025
Umsóknarfrestur10. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Sólheimar 168279, 801 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStundvísiVinna undir álagiÞjónustulundÞroskaþjálfi
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland

Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri óskast
Leikskólinn Sjáland

Þroskaþjálfi eða annar háskólamenntaður sérfræðingur á heimili fatlaðs fólks - Berjahlíð
Hafnarfjarðarbær

Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk - Berjahlíð
Hafnarfjarðarbær

VISS, vinnu og hæfingarstöð í Þorlákshöfn óskar eftir deildarstjóra
Sveitarfélagið Ölfus

Forstöðumaður á heimili fyrir fatlað fólk
Sveitarfélagið Skagafjörður

Ráðgjafi í málefnum fatlaðs fólks og eldri borgara - Fjölskyldu- og barnamálasvið
Hafnarfjarðarbær

Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir einstaklingi í 100% stöðu til að sinna stuðning
Garðabær

Skipulögð aðstoðarverkstýra óskast
NPA miðstöðin

Traust aðstoðarmanneskja óskast á Suðurlandi
NPA miðstöðin

Skipulögð og áreiðanleg aðstoðarkona óskast
NPA miðstöðin

Hjúkrunarfræðingur - dagvinna á göngudeild húð- og kynsjúkdóma
Landspítali