Fellaskóli Fellabæ
Fellaskóli Fellabæ
Fellaskóli Fellabæ

Þroskaþjálfa vantar til starfa við Fellaskóla

Fellaskóli í Múlaþingi auglýsir eftir þroskaþjálfa frá og með 1. ágúst 2025. Starfshlutfall getur verið samkomulag.

Fellaskóli er notalegur lítill skóli með tæplega 100 nemendur. Við störfum samkvæmt aðferðum leiðsagnarnáms og byrjendalæsis. Uppeldisstefna skólans er jákvæður agi. Við leggjum áherslu á útinám og höfum verið að þróa þá kennslu á öllum skólastigum undanfarin ár þar sem um samþættingu námsgreina og teymisvinnu er að ræða.

Nánari upplýsingar um starfið veitir skólastjóri sem jafnframt er næsti yfirmaður, Anna Birna Einarsdóttir - [email protected] og í síma 4700640 eða Helena Einarsdóttir verkefnastjóri stoðþjónustu - [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna með nemendum með þroskafrávik.
  • Gera áætlanir, sinna þjálfun, vinna með félagsfærni, aðlaga námsefni og námsaðstæður í samvinnu við kennara og sérkennara.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Vinna að þróun skólastarfs ásamt öðrum starfsmönnum skólans.
  • Vinna að gerð einstaklingsnámskrár í samstarfi við kennara og sérkennara og fylgja henni eftir.
  • Vinna að gerð sjónræns skipulags fyrir nemendur.
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi til að vinna sem slíkur.
  • Þekking og reynsla af vinnu með nemendum.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Faglegur metnaður og áhugi á að starfa í teymum með öðru fagfólki.
  • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitafélaga og Félags grunnskólakennara.

Umsókninni skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf og kynningarbréf.

Tekið er mið af jafnréttisáætlun Múlaþings við ráðningu hjá sveitafélaginu.

Auglýsing birt7. maí 2025
Umsóknarfrestur21. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Einhleypingur 2, 700 Egilsstaðir
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þroskaþjálfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar