Arion banki
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu.
Arion banki er lifandi vinnustaður þar sem starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð
Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár.
Fjölmargt starfsfólk hefur sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsfólk sé með meira en 40 ára starfsaldur. Meðal starfsaldur hjá Arion banka er tíu ár.
Þjónustustjóri í þjónustumiðju trygginga
Við leitum að þjónustustjóra til að leiða teymi í þjónustumiðju trygginga. Teymið veitir úrvals þjónustu og ráðgjöf á sviði trygginga til viðskiptavina Arion samstæðunnar. Okkar viðskiptavinir eru bæði einstaklingar og smærri fyrirtæki en við veitum þeim persónulega ráðgjöf um tryggingar sem er sérsniðin að hverjum og einum. Þá eru okkar helstu verkefni daglegar fyrirspurnir um tryggingar, greiðslumál og tjónstilkynningar ásamt öðrum fjölbreyttum verkefnum.
Við leitum að einstaklingi sem býr yfir leiðtogafærni og hæfni til að miðla og kenna. Þjónustustjóri sér um daglega mönnun og hefur umsjón með verkefna-, sölu- og þjónustumálum teymis.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða háskólapróf sem nýtist í starfi
- Stjórnendareynsla kostur og leiðtogahæfni
- Haldgóð reynsla af tryggingum til einstaklinga og fyrirtækja
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfni og nákvæmni
- Þjónustulund og lausnamiðuð hugsun
- Frumkvæði í starfi og umbótahugsun
- Söluhæfni og hæfni til að miðla og kenna
Auglýsing birt29. nóvember 2024
Umsóknarfrestur9. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiLeiðtogahæfniMannleg samskiptiSkipulagSölumennskaStarfsmannahaldÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (7)
Hjúkrunarstjóri í heimahjúkrun í Vesturmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Aðstoðardeildarstjóri fasteigna- og umhverfisþjónustu
Landspítali
Þjónustustjóri - Heilsugæslan Seltjarnarnes og Vesturbær
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á útskriftardeild aldraðra
Landspítali
Framkvæmdastjóri hjúkrunar
Mörk hjúkrunarheimili
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á bráðamóttöku
Landspítali
Þjónustustjóri sölusviðs
Sæplast Iceland ehf