Dagar hf.
Dagar hf.
Dagar hf. eru leiðandi fyrirtæki í ræstingaþjónustu, fasteignaumsjón og tengdri þjónustu við fyrirtæki og stofnanir og þjóna starfsemi þar sem hátt þjónustustig, öryggi, umhyggja og þægindi fyrir notendur eru mikils metin. Starfsemin teygir anga sína víða um land, Dagar eru með fastar starfsstöðvar á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ auk höfuðstöðva í Garðabæ. Hjá Dögum starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt og verkvit til að létta viðskiptavinum sínum lífið. Gildin okkar eru virðing, frumkvæði, ábyrgð og gæði. Starfsfólk Daga telur um 800 einstaklinga og nemur ársvelta félagsins um 5 milljörðum kr.
Dagar hf.

Þjónustustjóri – höfuðborgarsvæðið

Þrífst þú í líflegu vinnuumhverfi þar sem þú berð ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd fjölbreyttra verkefna?

Ert þú jákvæð/ur, skipulögð/lagður og útsjónarsamur einstaklingur sem vilt vera hluti af teymi sem leggur metnað sinn í að létta viðskiptavinum okkar lífið með góðri þjónustu?

Ef þetta hljómar vel þá er staða Þjónustustjóra fyrir þig

Helstu verkefni og ábyrgð
Daglegur rekstur þjónustusamninga og samskipti við viðskiptavini
Ráðning, þjálfun, kennsla og öll dagleg samskipti við starfsfólk
Eftirlit með gæðum þjónustunnar og ráðgjöf til viðskiptavina
Innleiðing breytinga, nýrra verkefna og verklags
Skráningar og eftirlit með tekjum og kostnaði
Menntunar- og hæfniskröfur
Þjónustustjóri þarf að vera lipur í mannlegum samskiptum sveigjanleg/ur vinna vel undir álagi samskiptum
Jákvætt viðhorf, nákvæmni og metnað til að ná afburðar árangri
Vera þjónustulundaður, lausnamiðaður og sýna frumkvæði
Reynsla af stjórnun teyma
Góð tölvufærni og hæfni til að tileinka sér helstu viðskiptakerfi
Bókhalds og fjárhagslegur skilningur
Þekking á verkefna- / gæðastjórnun er kostur
Íslensku og ensku kunnátta, bæði ritað og talað mál
Reynsla af störfum Insta 800 er kostur
Menntun sem nýtist í starfi
Auglýsing stofnuð19. september 2023
Umsóknarfrestur30. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Lyngás 17, 210 Garðabær
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.RáðningarPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.