

Þjónustustjóri á Svefnmiðstöð
Hefur þú reynslu af skipulagi og ferlum innan heilbrigðiskerfisins? Ertu tilbúin/n í umbótastarf sem krefst góðrar tölvufærni og framúrskarandi samskiptahæfni? Nýtur þú þess að vinna með fólki að sameiginlegum markmiðum?
Við leitum að þjónustustjóra í nýtt, lifandi og fjölbreytt starf. Viðkomandi mun stýra flæði sjúklinga samkvæmt ferlum og leggja áherslu á að bæta verklag og tryggja árangur. Starfið hentar þeim sem hafa áhuga á verkefnastjórnun, framþróun og að veita góða þjónustu.
Starfið felur m.a. í sér, umsjón og framkvæmd vaktaskipulags deildarinnar, yfirumsjón með ritaraþjónustu miðstöðvarinnar, þar á meðal lækna. Viðkomandi mun vinna náið með deildarstjóra og verður partur af stjórnendateymi deildar.
Svefnmiðstöð sérhæfir sig í svefnsjúkdómum og meðferð við þeim. Starfsfólk miðstöðvarinnar er með þverfaglegan bakgrunn eins og hjúkrunarfræði, læknisfræði, sálfræði og heilbrigðisverkfræði. Sjúklingahópurinn er stór og má nefna að í dag eru um 13 þúsund einstaklingar á meðferð við kæfisvefni. Unnið er markvisst að faglegri þróun. Starfsandi á deildinni er sérlega góður.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust nú þegar. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Ólafíu Ásu, deildarstjóra
Íslenska
Enska




























































