VÍS
VÍS
VÍS

Þjónustustjóri á Selfossi

Við leitum að þjónustustjóra á þjónustuskrifstofu VÍS á Selfossi. Þjónustustjórar VÍS, um land allt, mynda öflugt teymi. Þjónustustjóri leiðir sölu- og þjónustustarf á sínu svæði í takt við stefnu VÍS. Um er að ræða áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á framúrskarandi þjónustulund, samskipta- og leiðtogahæfni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinnir þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði
  • Setur og fylgir eftir sölu- og þjónustumarkmiðum fyrir svæðið
  • Leiðir hóp starfsfólks í samræmi við sýn og stefnu VÍS
  • Stuðlar að góðum og jákvæðum starfsanda
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af því að leiða hóp
  • Framúrskarandi þjónustulund, ástríða og metnaður fyrir því að veita úrvals þjónustu
  • Metnaður til að gera sífellt betur og vinna að umbótum
  • Skipulag og fagmennska í vinnubrögðum
  • Leiðtogahæfni, sjálfstæði og frumkvæði
Fríðindi í starfi
  • Framúrskarandi vinnustað með einstaka vinnustaðamenningu
  • Fyrirmyndarfyrirtæki með áherslu á jafnrétti
  • Nýsköpunarumhverfi því við elskum hugrekki
  • Fyrirtæki sem hugsar til framtíðar með því að leggja áherslu á sjálfbærni
  • Tækifæri til þess að vaxa og dafna bæði í lífi og starfi 
Auglýsing birt31. október 2024
Umsóknarfrestur10. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Austurvegur 10, 800 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar