Arion banki
Arion banki
Arion banki

Þjónustustjóri á Sauðárkróki

Við leitum að metnaðarfullum og framsýnum einstaklingi til að leiða hóp starfsfólks í útibúi okkar á Sauðárkróki. Viðkomandi heyrir beint undir svæðisstjóra einstaklinga á Norður- og Austurlandi og ber ábyrgð á daglegri stjórnun teymis sem sinnir þjónustu við einstaklinga, ásamt því að vera hluti af stjórnendateymi viðskiptabankasviðs.

Starfið gerir kröfu um að viðkomandi hafi brennandi áhuga á framúrskarandi þjónustu, sé metnaðarfullur og sýni árangurs- og söludrifni í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á þjónustu- og sölustjórnun og viðskiptatengslum
  • Leiðir teymi þjónustu- og fjármálaráðgjafa ásamt daglegri stýringu verkefna
  • Tryggir að þjónustustefnu bankans sé framfylgt og tryggir sterka liðsheild
  • Fyrirmynd í framúrskarandi þjónustu
  • Leiðbeinir starfsfólki um lánveitingar og þjónustu
  • Stefnumótandi verkefni í samvinnu við svæðisstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Forystu- og leiðtogahæfileikar
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Jákvætt viðmót og rík þjónustulund
  • Umbótahugsun, frumkvæði og drifkraftur
  • Haldgóð þekking og reynsla af útlánum er kostur
  • Reynsla af stjórnun er kostur
  • Háskólapróf og/eða umfangsmikil starfsreynsla
Auglýsing birt3. janúar 2025
Umsóknarfrestur16. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Faxatorg 143321, 550 Sauðárkrókur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar