Icelandia
Icelandia
Icelandia

Þjónustustjóri á ferðasviði

Við leitum að kraftmiklum stjórnanda til að leiða öflugt teymi þjónustufólks í afgreiðslu og í þjónustuveri Icelandia.

Þjónustustjóri leiðir þjónustuver og afgreiðslu Icelandia, sem sinnir þjónustu við viðskiptavini þvert á fyrirtækið með áherslu á framúrskarandi upplifun gesta.

Starfið felur í sér mannaforráð og ábyrgð á reksti deildarinnar ásamt uppbyggingu og framkvæmd þjónustustefnu.

Þjónustustjóri heyrir undir framkvæmdastjóra ferðasviðs og tilheyrir stjórnendateymi sviðsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Leiðtogi þjónustuvers og afgreiðslu, mönnun og úthlutun verkefna
 • Þátttaka í öllum daglegu störfum
 • Þátttaka í stefnumótun og bestun verk- og þjónustuferla
 • Þátttaka í verkefnum sem styðja við framþróun og þjónustuupplifun
 • Tryggir gæði þjónustu við farþega
 • Vinnur að stöðugum umbótum í rekstri, ferlum, skipulagi og að gerð og eftirfylgni verklagsreglna og gæðamálum
 • Ábyrgð og eftirfylgni með innri og ytri þjónustumælingum og endurgjöfum
 • Starfsmannamál, þ.m.t. ráðningar, yfirferð tíma, starfsmannasamtöl, launasamþykktir o.fl.
 • Upplýsingagjöf, samskipti og stuðningur við starfsfólk og önnur svið
 • Samskipti við gesti og samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Minnst þriggja ára reynsla af stjórnendastörfum
 • Reynsla af þjónustustörfum og þekking á ferðaþjónustu
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
 • Víðtæk þekking á íslenskum staðháttum og þjónustu
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Leiðtogahæfni
 • Mjög góð þjónustulund og skipulagshæfni
 • Sjálfstæði, sveigjanleiki og framtakssemi
 • Mikil færni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi

Við bjóðum upp á líkamsræktarstyrk, sálfræðistyrk, afslátt af bílaleigubílum, afslátt í ferðir á vegum Icelandia, lifandi vinnustað og skemmtilega viðburði í boði fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi.

Auglýsing stofnuð7. júní 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Vatnsmýravegur 10
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Leiðtogahæfni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar