Hreint ehf
Hreint ehf
Hreint ehf. var stofnað 12. desember 1983 og er ein elsta og stærsta ræstingaþjónusta landsins. Starfsemi félagsins hefur alla tíð snúist um að veita fyrirtækjum og stofnunum faglega alhliða ræstingaþjónustu. Með samviskusemi og heiðarleika að leiðarljósi bjóðum við hundruð fyrirtækja og stofnana heildstæða ræstingaþjónustu og ræstum milljónir fermetra atvinnuhúsnæðis.
Hreint ehf

Þjónustustjóri

Eitt stærsta og öflugasta ræstingafyrirtæki landsins óskar eftir að ráða drífandi Þjónustustjóra vegna aukinna umsvifa og fjölgunar verkefna. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir metnaðarfullan aðila hjá einni virtustu ræstingaþjónustu landsins. Starfstöð Þjónustustjóra er í Kópavogi. Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón með hreinlætisþjónustu meðal sinna viðskiptavina
Starfsmannahald
Gæði þjónustu
Verkleg kennsla
Utanumhald með tímaskráningum
Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Reynsla af mannaforráðum og stjórnun æskileg
Nákvæm vinnubrögð
Góð skipulagshæfni og geta til að vinna sjálfstætt
Drifkraftur og frumkvæði í starfi
Reynsla af ræstingum kostur
Gild ökuréttindi
Hreint sakavottorð
Íslenska og enska skilyrði
Auglýsing stofnuð5. september 2023
Umsóknarfrestur30. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Auðbrekka 8, 200 Kópavogur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.