
Arion banki
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu.
Arion banki er lifandi vinnustaður þar sem starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð
Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár.
Fjölmargt starfsfólk hefur sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsfólk sé með meira en 40 ára starfsaldur. Meðal starfsaldur hjá Arion banka er tíu ár.

Þjónusturáðgjafi trygginga á Akureyri
Við hjá Arion leitum að liðsauka í teymið okkar á Akureyri en við veitum úrvals þjónustu og ráðgjöf á sviði trygginga. Helstu verkefni okkar eru daglegar fyrirspurnir um tryggingar, greiðslumál og tjónstilkynningar ásamt öðrum fjölbreyttum verkefnum.
Það skiptir okkur máli að finna einstaklinga sem búa yfir frumkvæði, jákvæðni og hafa áhuga og færni til að læra nýja hluti. Einnig er mikill kostur að búa yfir söludrifni og að hafa ánægju af því að veita framúrskarandi þjónustu. Þá skiptir okkur máli að finna kraftmikla einstaklinga sem eru tilbúnir að koma sér vel inn í agað og árangursdrifið vinnuumhverfi en með frumkvæði, samvinnu og skipulagi getum við veitt okkar viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun eða reynsla
- Reynsla af störfum í tryggingaþjónustu er kostur
- Framúrskarandi þjónustulund og söludrifni
- Frumkvæði og samskiptahæfni
- Góð íslenskukunnátta en önnur tungumálakunnátta er kostur
- Jákvætt og uppbyggilegt viðhorf
Auglýsing birt13. febrúar 2025
Umsóknarfrestur24. febrúar 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Gleráreyrar 1, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Liðsauki í tjónaþjónustu Varðar
Vörður tryggingar

Þjónusturáðgjafi Mercedes-Benz
Bílaumboðið Askja

Þjónusturáðgjafi innri þjónustu
Bílaumboðið Askja

Sumarstörf á Reykjanesi
Securitas

Ráðgjafi í þjónustuteymi
dk hugbúnaður ehf.

Ráðgjafi í tækniteymi
dk hugbúnaður ehf.

Viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði Símans
Síminn

Æðisleg aukavinna og sumarstarf!
Skemmtigarðurinn Grafarvogi

Fjölbreytt sumarstörf hjá Veitum
Veitur

Sölufulltrúi á Akureyri
Avis og Budget

Sölu- og þjónustufulltrúi - Akureyri
Tengir hf.

Join our fantastic team at Perlan!
Perlan