
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz og smart er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.

Þjónusturáðgjafi Mercedes-Benz
Við leitum að þjónustuliprum og ábyrgum aðila til að sinna móttöku viðskiptavina fólks – og sendibílaverkstæðis Mercedes-Benz.
Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, smart, Kia og Honda. Markmið okkar er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka viðskiptavina og ráðgjöf til þeirra
- Móttaka bókana fyrir þjónustu og viðgerðir
- Tilboðs- og reikningagerð
- Svara fyrirspurnum og erindum sem berast
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af þjónustustörfum æskileg
- Samstarfs- og samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Áhugi og þekking á bílum kostur
- Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
- Fagleg framkoma, snyrtimennska og stundvísi
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Gild ökuréttindi
Af hverju Askja?
- Fjölskylduvænn vinnustaður
- Samkeppnishæf kjör
- Reglulegir viðburðir og frábær starfsandi
- Allir hafa rödd sem hlustað er á
- Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks
- Samgöngu- og líkamsræktarstyrkur og líkamsræktaraðstaða
Auglýsing birt13. júní 2025
Umsóknarfrestur18. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Krókháls 11, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiÖkuréttindiStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)

Tollun og bókun
Bílaumboðið Askja

Sérfræðingur á fjármálasviði
Bílaumboðið Askja

Bókun og innheimta
Bílaumboðið Askja

Bifvélavirkjar - Askja Reykjanesbæ
Bílaumboðið Askja

Bifvélavirki fólksbílaverkstæði Mercedes-Benz og smart
Bílaumboðið Askja

Bifvélavirki Kia og Honda verkstæði
Bílaumboðið Askja

Bifvélavirki sendibílaverkstæði Mercedes-Benz
Bílaumboðið Askja
Sambærileg störf (12)

Þjónustufulltrúi
Dropp

Þjónustufulltrúi
Stoð

Sölu- og þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi | Brimborg

Starfskraftur í langtíma- og sendibílaleigu Brimborgar
Saga bílaleiga

Þjónustufulltrúi
Garðlist ehf

Starfsmaður í Gæludýr.is Smáratorgi - Fullt starf
Waterfront ehf

Þjónustufulltrúi í langtímaleigudeild í Reykjavík
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Sölu- og þjónustufulltrúi - Þjónustuver
Sýn

Þjónustufulltrúi í þjónustuveri
Eignarekstur ehf

Þjónustufulltrúi- tímabundin ráðning
Blue Car Rental

Þjónustufulltrúar - Dánarbú og Fullnustumál
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Þjónustufulltrúi
Eignaumsjón hf