Teya Iceland
Teya Iceland
Teya er fjártæknifyrirtæki, stofnað í Bretlandi árið 2019, með það meginmarkmið að skapa greiðslu- og hugbúnaðarlausnir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Teya er hér til að hjálpa fyrirtækjum að sjálfvirknivæða og einfalda reksturinn. Hingað til hafa lítil og meðalstór fyrirtæki ekki verið í forgangi þegar kemur að þróun og innleiðingu lausna á sviði fjármála- og tækniþjónustu. Flókin verð, falin gjöld, bindandi samningar og fjöldi mismunandi þjónustuaðila gerir daglegan rekstur fyrirtækja flókinn. Við erum hér til að breyta því! Við erum árangursdrifin og leggjum áherslu á viðhorf frekar en reynslu. Okkar helsta áhersla er að skapa lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að vaxa og dafna. Hjá Teya starfa yfir 2000 manns á 15 skrifstofum og í yfir 20 löndum. SaltPay hefur auk þess lagt áherslu á að fjárfesta í íslensku hugviti, eins og SalesCloud, Dineout og Noona.
Teya Iceland

Þjónusturáðgjafi í Viðskiptatengslum

Vilt þú ganga til liðs við ört vaxandi alþjóðlegt fjártæknifyrirtæki? Teya leitar að einstaklingum með ríka þjónustulund sem geta tekist á við krefjandi verkefni.

Sem hluti af viðskiptatengslum Teya tekur þú virkan þátt í að þjónusta mikilvægasta hluta fyrirtækisins, viðskiptavini Teya. Viðskiptavinir okkar eru hjarta fyrirtækisins og viljum við bjóða upp á öll þau tæki og tól sem viðskiptavinir okkar þurfa til þess að vaxa og dafna á íslenskum fyrirtækjamarkaði. Okkar markmið er að mynda og viðhalda langtíma viðskiptasambandi við viðskiptavini ásamt því að sjá fyrir og mæta þeirra þörfum.

Starfið:

Þú munt starfa í framlínu Teya og viðhalda viðskiptatengslum við fjölbreyttan hóp viðskiptavina fyrirtækisins. Meginverkefni þín verða að svara beiðnum sem berast Teya í gegnum síma, tölvupóst og netspjall. Þú verður rödd viðskiptavina okkar og munt hafa áhrif á þróun viðskiptalausna innan Teya.

Viðskiptatengsl Teya:

Teymið samanstendur af kraftmiklum hópi með sterka liðsheild. Okkar áhersla eru viðskiptavinir Teya og hver dagur fer í það að þjónusta þá eftir okkar bestu getu. Við erum árangursmiðuð og við njótum þess að vinna í hópi skemmtilegs fólks. Þú verður hluti af framlínu viðskiptatengsla Teya og tekur virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækisins hér innanlands og utan. Þinn næsti yfirmaður verður teymisstjóri á þinni starfsstöð.

Við leitum að starfsfólki í fullt starf. Teymið starfar á hefðbundnum skrifstofutíma, mánudag - föstudag.

Við viljum heyra í þér ef þú;

  • Hefur ríka þjónustulund

  • Ert fær í mannlegum samskiptum

  • Vinnur vel í teymi

  • Árangursmiðuð/aður og kappgjörn/gjarn

  • Þolir að vinna undir álagi

  • Tilbúin/nn að læra og takast á við nýjar áskoranir

  • Talar íslensku og ensku

Vinsamlegast sendið inn ferilskrá á ensku.

Auglýsing stofnuð2. júní 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.