Þjónustumiðja trygginga óskar eftir liðsauka
Við í þjónustumiðju trygginga leitum að liðsauka í teymið okkar en við veitum úrvals þjónustu og ráðgjöf á sviði trygginga til viðskiptavina Arion samstæðunnar. Okkar viðskiptavinir eru bæði einstaklingar og smærri fyrirtæki en við veitum þeim persónulega ráðgjöf um tryggingar sem er sérsniðin að hverjum og einum. Þá eru okkar helstu verkefni daglegar fyrirspurnir um tryggingar, greiðslumál og tjónstilkynningar ásamt öðrum fjölbreyttum verkefnum.
Það þarf ekki að vera reynslubolti í faginu en það skiptir okkur máli að finna einstaklinga sem búa yfir frumkvæði, jákvæðni og hafi áhuga og færni til að læra nýja hluti. Einnig er mikill kostur að búa yfir söludrifni og að hafa ánægju af því að veita framúrskarandi þjónustu. Þá skiptir okkur máli að finna kraftmikla einstaklinga sem eru tilbúnir að koma sér vel inn í agað og árangursdrifið vinnuumhverfi en með frumkvæði, samvinnu og skipulagi getum við veitt okkar viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.
- Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun eða reynsla
- Reynsla af störfum í tryggingaþjónustu er kostur
- Framúrskarandi þjónustulund og söludrifni
- Frumkvæði og samskiptahæfni
- Góð íslenskukunnátta en önnur tungumálakunnátta er kostur
- Jákvætt og uppbyggilegt viðhorf