Sleggjan Atvinnubílar
Sleggjan Atvinnubílar
Sleggjan Atvinnubílar er þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla á Íslandi sem hafa í gegnum árin verið meðal mest seldu atvinnutækja landsins. Fyrirtækið er systurfélag Bílaumboðsins Öskju og nýtur stuðnings þaðan. Sleggjan hefur nýlega gengið í gegnum breytingar á eignarhaldi og með nýjum öflugum bakhjarli er ætlunin að byggja upp gott og öflugt þjónustufyrirtæki. Mercedes-Benz vöru- og hópferðabílar eru þekktir fyrir gæði og áreiðanleika og eru mörg af öflugustu fyrirtækjum landsins notendur þeirra, hvort sem er í vörudreifingu, jarðvinnu, ferðaþjónustu eða þjónustuviðhaldi Sleggjan er til húsa í Desjamýri í Mosfellsbæ en hefur einnig aðstöðu fyrir vagnaþjónustu í Klettagörðum.
Sleggjan Atvinnubílar

Þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku

Sleggjan Atvinnubílar óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa í verkstæðismóttöku sína í Desjamýri til að þjónusta viðskiptavini Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla.

Við hvetjum alla til að sækja um starfið óháð kyni

Helstu verkefni og ábyrgð
Samskipti og móttaka viðskiptavina
Ráðgjöf og tilboðsgerð
Afgreiðsla varahluta
Samvinna við þjónustuteymi verkstæðis
Menntunar- og hæfniskröfur
Rík þjónustulund og mikil samskiptahæfni
Færni í teymisvinnu
Reynsla af sambærilegum störfum
Þekking á bílum kostur
Góð tölvukunnátta
Gott vald á Íslensku í töluðu og rituðu máli
Fríðindi í starfi
Afsláttur af bílum og varahlutum
Niðurgreiddur hádegismatur
Starfsmannaleiga á bílum
Auglýsing stofnuð19. september 2023
Umsóknarfrestur19. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Desjamýri 10, 270 Mosfellsbær
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft OutlookPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.