

Þjónustufulltrúi í umferðarþjónustu - Ísafjörður
Hefur þú áhuga á því að hjálpa vegfarendum að komast örugglega ferðar sinnar, allt árið um kring?
Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar 1777 sér um að upplýsa vegfarendur um færð, ferðaveður og þjónustu á vegakerfinu. Alls starfa um 7 þjónustufulltrúar á umferðarþjónustunni sem staðsett er hjá Vegagerðinni í Dagverðardal. Starfið er vaktavinnustarf, unnið er á þrískiptum vöktum milli kl. 06:30-22:00 alla daga vikunnar, allt árið um kring.
Þjónustufulltrúar hafa jákvætt hugarfar, vinna þétt saman og geta haldið ró sinni í krefjandi aðstæðum. Þau eru lausnamiðuð, skipulögð og sjálfstæð í vinnubrögðum ásamt því að búa yfir framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni. Umferðarþjónustuteymið samanstendur af öflugri liðsheild á breiðu aldursbili, með fjölbreytta menntun og bakgrunn.
Sér til þess að allar nauðsynlegar upplýsingar um breytingar á veðri, aðstæðum eða færð
skili sér tímanlega til viðbragðsaðila og vegfaranda.
- Þjónusta og miðlun til vegfarenda um færð og ferðaveður
- Símasvörun á skiptiborði Vegagerðarinnar og í upplýsingasíma 1777
- Meðhöndlun tilkynninga á umferdin.is, í smáskilaboðum og í tölvupósti
- Ýmis tilfallandi verkefni
- Stúdentspróf æskilegt eða sambærileg menntun
- Metnaður til að veita góða þjónustu
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Góð almenn tölvufærni
- Þekking og áhugi á landafræði og veðurfræði, æskileg
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og sem hluti af teymi
- Geta til að starfa undir álagi og gott almennt heilbrigði
- Öguð vinnubrögð og metnaður í starfi













