Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur
OR er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi og vinnuumhverfi og möguleika starfsfólks til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð eins og kostur er. Hjá samstæðu OR vinna í kring um 450 manns. Hjá OR starfar hæft og ánægt starfsfólk sem hefur metnað og burði til að sinna þeim verkefnum sem starfsemi fyrirtækisins kallar á. Áhersla er lögð á að beita markvissri starfsmannastjórnun. Samstæðan er eftirsóknarverður vinnustaður þar sem fagleg þekking og þjónustuvilji fer saman og aðbúnaður og kjör eru samkeppnishæf. OR leggur áherslu á beita markvissri starfsmannastjórnun til að mannauður samstæðunnar nýtist sem best.
Orkuveita Reykjavíkur

Þjónustufulltrúi í þjónustuveri OR

Þjónustufulltrúi í þjónustuveri OR

Við leitum að jákvæðu og þjónustulunduðu fólki í tímabundið starf í þjónustuver okkar. Ef þú hefur áhuga á að vinna í margbreytilegu og tæknilegu starfsumhverfi, hugsar í lausnum og nýtur þín í samskiptum hvetjum við þig til að sækja um starfið.

Við hvetjum öll kyn til að sækja um starfið. Starfsfólk okkar er á breiðu aldursbili og hvetjum við því jafnt yngri sem eldri til að sækja um. Lágmarksaldur er þó 20.ára.

Um er að ræða tímabundna ráðningu í 6-8 mánuði.Nánari upplýsingar veitir Eyrún Guðmundsdóttir, hópstjóri í Þjónustuveri; eyrung@or.is

Menntunar- og hæfniskröfur
Góð tölvufærni.
Færni í mannlegum samskiptum.
Nákvæmni og vönduð vinnubrögð.
Við fögnum umsækjendum sem hafa færni í þriðja tungumáli en gerum sérstaka kröfu um íslensku- og enskukunnáttu.
Auglýsing stofnuð13. maí 2022
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.