
Reykjanesbær
Reykjanesbær er fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, eldmóði og virðingu.
Reykjanesbær hefur að markmiði að hafa ávallt á að skipa hæfum og
ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu og sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu fyrir ólíkum
sjónarmiðum.

Þjónustufulltrúi í þjónustuver
Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi í starf þjónustufulltrúa í þjónustuveri Reykjanesbæjar. Starf þjónustufulltrúa felst í almennri þjónustu við bæjarbúa, meðal annars með upplýsingagjöf um þjónustu Reykjanesbæjar og opinberra stofnana ásamt stoðþjónustu við ýmsar deildir bæjarins. Aðstoð við bæjarbúa vegna sjálfsafgreiðslulausna og stafrænnar þjónustu er einnig mikilvægur hluti starfsins. Viðkomandi þarf að tileinka sér fagmennsku, sveigjanleika og skilvirkni í lifandi og síbreytilegu starfsumhverfi.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og leitum við að einstaklingi sem endurspeglar þessi gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn afgreiðsla og þjónusta
- Móttaka, skráning og svörun erinda í síma, netspjalli og tölvupósti
- Upplýsingagjöf til bæjarbúa, gesta og starfsmanna
- Leiðbeiningar við notkun sjálfsafgreiðslulausna
- Skráningar í tölvukerfi
- Stoðþjónusta við önnur svið
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Æskileg reynsla af skrifstofustörfum
- Góð íslenskukunnátta og ritfærni
- Góð enskukunnátta
- Góð almenn tölvukunnátta
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
- Þjónustulund og jákvætt hugarfar
- Nákvæm og vönduð vinnubrögð
- Hæfni til að aðlagast breytingum í starfsumhverfi
Fríðindi í starfi
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Auglýsing birt17. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaKennslaMannleg samskiptiMetnaðurOpinber stjórnsýslaSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Bókari
Fönn

Sumarstarf á fjármálasviði Breiðabliks
Breiðablik

Hlutastarf á Keflavíkurflugvelli/part-time job at KEFairport
Maskína

Móttökustjóri
Háskólinn á Bifröst

Ert þú snillingur í varahlutum og þjónustu
Stilling

Bókari
Pípulagnir Suðurlands

Þjónustufulltrúi í Þjónustuver Avis - 100% Starf
Avis og Budget

Starfsmaður í fjármáladeild
Ourhotels ehf. / Troll Expeditions / Formáli ehf.

Aðalbókari
Linde Gas

Sumarstarf fyrir nema á umhverfis- og framkvæmdasviði
Umhverfis-og framkvæmdasvið

Temporary - Móttaka / Front Desk
Rent.is

Sumarstarf - Akstursstýring
Torcargo