

Þjónustufulltrúi
Rými leitar að hressum aðila til að ganga til liðs við öflugan hóp starfsfólks í verslun fyrirtækisins. Um er að ræða 100% starfshlutfall við þjónustu, ráðgjöf og sölu til viðskiptavina í verslun okkar að Gylfaflöt í Reykjavík.
Þjónustufulltrúar Rýmis mæta væntingum og þörfum viðskiptavina með einstakri þjónustulund, ráðgjöf og framúrskarandi þjónustu.
Við leitum að úrræðagóðum aðila með framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni.
Um 100% starf er að ræða frá 9-17 alla virka daga.
Rými ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið starfandi frá árinu 1936 en við höfum verið framúrskarandi fyrirtæki á lista Creditinfo síðastliðin 7 ár. Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur starfsfólks með áratuga reynslu af ráðgjöf, hönnun, þjónustu og uppsetningum á sviðum verslunarinnréttinga, lagerbúnaðar, skjalageymslutækni og búnaði fyrir iðnað, verkstæði, sveitarfélög og opinberar stofnanir.
- Umsjón með verslun
- Þjónusta
- Ráðgjöf
- Sala
- Reynsla af sölu- eða bókhaldskerfum kostur
- Reynsla af þjónustustörfum æskileg
- Einstök samskiptahæfni og þjónustulund
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Stundvísi












