![Lifðu til fulls heilsumarkþjálfun](https://alfredprod.imgix.net/logo/c1783880-5653-48b9-beaf-4bc36558f950.png?w=256&q=75&auto=format)
Þjónustufulltrúi hjá heilsufyrirtæki
Við leitum að jákvæðum og þjónustulunduðum aðila til að koma í teymið okkar. Viðkomandi mun hafa 'kúnna-ánægju' að sínu helsta markmiði, til að tryggja að við getum hjálpað þeim konum, sem sækja okkar námskeið, enn betur að árangri og bættri heilsu.
Viðkomandi þarf að búa yfir góðri íslensku- og enskukunnáttu í rituðu máli og að eiga auðvelt með að setja saman stutta og grípandi texta fyrir samfélagsmiðla.
Þú ert kjörin ef þú ert dugleg, ábyrg og skipulögð, hugsar í lausnum og átt gott með að hvetja aðra áfram.
Starfshlutfall er 15-20 klst á viku, 3-4 klst á dag og unnið er heiman frá. Best er ef þú getur byrjað í þjálfun í starfinu 1.febrúar og sért tilbúin að taka alfarið við starfinu miðjan Lok febrúar - 1.mars.
Kostir: Vinna heiman frá og sveigjanleiki með vinnutíma. Hentar með námi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Þjónusta til viðskiptavina í gegnum tölvupóst, facebook og fyrirtækjasíma.
- Halda utan um greiðslur og senda greiðslukröfur á viðskiptavini.
- Hvatning til viðskiptavina og utanumhald á árangurssögum.
- Utanumhald námskeiða og tryggja að góð þjónusta sé veitt.
- Samfélagsmiðlar
- Fleiri verkefni eins og að senda netpósta úr póstkerfum okkar, yfirlestur og textagerð ásamt fleiru.
Umsækjendur þurfa að eiga tölvu og fer vinna og þjálfun fram í þeim forritum sem notuð eru innan Lifðu til fulls. Umsækjendur eru beðnir að fylla út umsóknina frá hlekknum sem fylgir hér og senda inn ferilskrá sem allra fyrst.
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
![Enska](https://alfredflags.imgix.net/en.png?w=60&h=60)
![Kassaleigan](https://alfredprod.imgix.net/logo/d82fcc06-8a43-48ed-a68f-b919706e32dc.png?w=256&q=75&auto=format)
![Airport Associates](https://alfredprod.imgix.net/logo/314ce8ed-2574-4cee-994f-bf5b844dcce5.png?w=256&q=75&auto=format)
![Cargow Thorship](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-dca0c2bf-9687-4f29-bec8-3410911e7a79.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
![Brauð & co.](https://alfredprod.imgix.net/logo/b19dadea-89fb-4f33-ae41-527afcf065e7.png?w=256&q=75&auto=format)
![Arion banki](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-6ac25c0a-c1cc-48db-ab3b-71685b9fd874.png?w=256&q=75&auto=format)
![Rent-A-Party](https://alfredprod.imgix.net/logo/e1305681-4483-4dd4-b7ad-53892fc01c0d.png?w=256&q=75&auto=format)
![ÍAV](https://alfredprod.imgix.net/logo/187cc6d0-2ea8-4452-afcd-9aaf1a69c27d.png?w=256&q=75&auto=format)
![Ísfell](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-abcfaf47-b57e-4dd6-9cef-d17f63d16fa1.png?w=256&q=75&auto=format)
![Kvika banki hf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/0e659bfa-6040-472d-979d-cdf19b42ac6c.png?w=256&q=75&auto=format)
![Parlogis](https://alfredprod.imgix.net/logo/cd27125e-b8cd-4c4d-9067-19ae6a473d1c.png?w=256&q=75&auto=format)
![Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-53e47969-6245-4add-8e75-dc7d321d6a86.png?w=256&q=75&auto=format)
![Vök Baths](https://alfredprod.imgix.net/logo/1b782bd0-e8dc-415b-abfc-9e1a61b93ec5.png?w=256&q=75&auto=format)