Háskólinn í Reykjavík
Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi.
Stefna Háskólans í Reykjavík er að vera öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni og samfélag.
Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. Starfsemin mótast af persónulegum tengslum og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.
Þjónustufulltrúi - Bókasafn HR
Bókasafn Háskólans í Reykjavík leitar að kraftmiklum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi starf þjónustufulltrúa. Um er að ræða 75% stöðugildi. Í starfinu felst ábyrgð á allri almennri afgreiðslu á þjónustuborði bókasafnsins: umsjón með útlánun, endurnýjunum, og skilum lánþega. Dagleg uppröðun útlánasafnkosts og viðhald kennslubókasafns sem og samskipti við nemendur og kennara með faglegri upplýsingaþjónustu. Aðstoð við millisafnalán og eftir þörfum við tímaritahald.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með almennri bókasafnsþjónustu við notendur á þjónustuborði bókasafns
- Umsjón með pósti til og frá safninu
- Uppsetning og frágangur á kennslubókasafni í samstarfi við upplýsingafræðing
- Fagleg þjónusta og fyrsta aðstoð við notendur safnsins við skil verkefna
- Aðstoð við umsjón með safnkosti í hillum, kjalmerkingar, uppröðun, viðgerðir, fínröðun og grisjun í samstarfi við upplýsingafræðing
- Aðstoð við tímaritahald og millisafnalán
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af störfum á bókasafni og grunnþekking á bókasafnskerfinu Ölmu er kostur
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Mikil skipulagshæfni
- Frumkvæði og sveigjanleiki
- Góð þekking og skilningur á upplýsingatækni
- Fagmennska
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt10. janúar 2025
Umsóknarfrestur19. janúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiSkipulagStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
We are hiring - Front Desk, Bellman and Guest Experience
The Reykjavik EDITION
Þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku - við erum að vaxa
ÍSBAND verkstæði og varahlutir
Sölu- og þjónusturáðgjafi
Terra hf.
Liðsauki í vöruhús
Ískraft
Leitum að posaséníum í hlutastörf!
Straumur
Óskum eftir sölu- og þjónustufulltrúa!
Hringdu
Hraðþjónustufulltrúar
Íslandsbanki
Þjónustufulltrúi - Reykjavík
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar
Þjónustufulltrúi - flugfrakt
Odin Cargo
Sölufulltrúi í Blómval Skútuvogi
Blómaval
Bókunarfulltrúi - Söludeild Keahótela
Söluskrifstofa Keahótela
Brennur þú fyrir að veita framúrskarandi þjónustu?
Veitur