Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Þjónustufulltrúi - Bókasafn HR

Bókasafn Háskólans í Reykjavík leitar að kraftmiklum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi starf þjónustufulltrúa. Um er að ræða 75% stöðugildi. Í starfinu felst ábyrgð á allri almennri afgreiðslu á þjónustuborði bókasafnsins: umsjón með útlánun, endurnýjunum, og skilum lánþega. Dagleg uppröðun útlánasafnkosts og viðhald kennslubókasafns sem og samskipti við nemendur og kennara með faglegri upplýsingaþjónustu. Aðstoð við millisafnalán og eftir þörfum við tímaritahald.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með almennri bókasafnsþjónustu við notendur á þjónustuborði bókasafns
  • Umsjón með pósti til og frá safninu
  • Uppsetning og frágangur á kennslubókasafni í samstarfi við upplýsingafræðing
  • Fagleg þjónusta og fyrsta aðstoð við notendur safnsins við skil verkefna
  • Aðstoð við umsjón með safnkosti í hillum, kjalmerkingar, uppröðun, viðgerðir, fínröðun og grisjun í samstarfi við upplýsingafræðing
  • Aðstoð við tímaritahald og millisafnalán
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af störfum á bókasafni og grunnþekking á bókasafnskerfinu Ölmu er kostur
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Mikil skipulagshæfni
  • Frumkvæði og sveigjanleiki
  • Góð þekking og skilningur á upplýsingatækni
  • Fagmennska
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt10. janúar 2025
Umsóknarfrestur19. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar