Enterprise Rent-a-car
Enterprise Rent-a-car
Enterprise Rent-a-car

Þjónustufulltrúi á bílaleigu Enterprise

Enterprise bílaleiga leitar að lausnamiðuðum og áreiðanlegum þjónustufulltrúa til starfa í þjónustuveri bílaleigunnar á BSÍ. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni við þjónustu viðskiptavina, utanumhald bílaflotans og skipulag útleigu. Um er að ræða fullt starf í 2-2-3 vaktaskipulagi með vinnutíma frá 7:30-19:00.

Enterprise bílaleiga er hluti af Ferðaskrifstofu Icelandia sem er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta við viðskiptavini í gegnum síma, tölvupóst og fleiri samskiptaform.
  • Aðstoða viðskiptavini sem verða fyrir tjóni eða bilunum.
  • Bókanir og aðstoð við breytingar.
  • Taka við greiðslum og veita endurgreiðslur samkvæmt verklagsreglum.
  • Vera innan handar á starfsstöð vegna vandamála viðskiptavina með bifreiðar.
  • Skipulag bílaflota til samræmis við bókunarstöðu í sjálfsafgreiðsluvélum.
  • Tilfallandi verkefni að beiðni yfirmanns.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni.
  • Jákvæðni, drifkraftur og metnaður.
  • Grunnþekking á virkni bifreiða.
  • Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli er skilyrði. Íslenskukunnátta er kostur.
  • Gild ökuréttindi eru skilyrði.
  • Fyrri reynsla sem nýtist í starfi er æskileg.
Fríðindi í starfi
  • Fjölbreytt verkefni í ört vaxandi vinnuumhverfi.
  • Líkamsræktarstyrkur og sálfræðistyrkur.
  • Möguleikar á þróun í starfi.
Auglýsing birt5. mars 2025
Umsóknarfrestur24. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
BSÍ
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar