
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.000 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Þú ert á góðum stað eru kjörorð sveitarfélagsins.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Þjónustufulltrúi á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar
Vilt þú taka þátt í starfi öflugs og samheldins hóps starfsmanna Fjarðabyggðar? Við leitum að einstaklingi sem vill leggja okkur lið á góðum vinnustað. Starfið gegnir veigamiklu hlutverki í að veita íbúum Fjarðabyggðar skilvirkri og góðri þjónustu. Rík áhersla er lögð á teymisvinnu og þverfaglega vinnu.
Fjarðabyggð auglýsir laust til umsóknar starf þjónustufulltrúa á bæjarskrifstofunni Reyðarfirði.
Helstu verkefni og ábyrgð
Símasvörun fyrir bæjarskrifstofur og stofnanir.
Móttaka viðskiptavina og gesta.
Móttaka ábendinga, pósts og flokkun erinda og skráning.
Skráning mála í skjalakerfi og frágangur mála.
Stoðþjónusta innan bæjarskrifstofu
Aðstoð við undirbúning funda og viðburða.
Annast innkaup og umsjón rekstrarvara og minniháttar skrifstofubúnaðar.
Annast skipulag mötuneytis og skráningar því tengdu.
Annast og aðstoðar við undirbúning móttöku gesta, almennra funda og innkaup veitinga ef þess er óskað.
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfinu er áskilin.
Reynsla af þjónustu- og almennum skrifstofustörfum er mikilvæg.
Reynsla af notkun ritvinnslu- og upplýsingatæknikerfa er mikilvæg.
Góð íslenskukunnátta og íslensk ritfærni.
Önnur tungumálakunnátta er kostur.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Gott viðmót og þjónustulund er mikilvæg.
Samstarfs- og samskiptahæfileikar.
Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði.
Auglýsing stofnuð15. maí 2023
Umsóknarfrestur2. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Hæfni
FrumkvæðiSamskipti í símaSjálfstæð vinnubrögðSkipulagÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)

Ráðgjafi í félagsþjónustu
Fjarðabyggð Reyðarfjörður 15. júní Fullt starf

Píanókennari við Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Trommukennari
Fjarðabyggð Reyðarfjörður 5. júní Fullt starf

Starfsmaður á heimili fyrir fatlaða
Fjarðabyggð Reyðarfjörður 5. júní Fullt starf (+1)

Umsjónarkennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð Fáskrúðsfjörður 31. maí Fullt starf
Sambærileg störf (12)

Reikningagerð
Íslenska gámafélagið Reykjavík 30. júní Fullt starf

Sumarafleysingar í bókhaldi
Penninn Reykjavík 7. júní Sumarstarf

Viðurkenndur bókari / bókari með reynslu
Capacent ehf Kópavogur Hlutastarf

Private Jet Operations Specialist
Icelandair Reykjanesbær 31. maí Fullt starf

Bókari/uppgjörsaðili
HSE Bókhald & Uppgjör ehf. Reykjavík 9. júní Fullt starf

Þjónustufulltrúi
Deluxe Iceland Hafnarfjörður 12. júní Fullt starf

FERÐASKRIFSTOFA - utanlandsferðir
Ferðaland Reykjavík Fullt starf

starfsmaður í móttöku á 101 hoteli
101 hotel Reykjavík 9. júní Fullt starf (+1)

Deildarstjóri vinnuöryggis- og heilsuverndar
Isavia Reykjanesbær 4. júní Fullt starf

Aðalbókari
Sveitarfélagið Vogar Vogar 6. júní Fullt starf

Skrifstofu- og rekstrarstjóri á lögmannsstofu
Novum lögfræðiþjónusta Reykjavík 7. júní Fullt starf (+1)

Skrifstofustjóri Ártúnsskóli
Ártúnsskóli Reykjavík 7. júní Hlutastarf
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.