
Þjónustufulltrúi
Við leitum að jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingi í starf þjónustufulltrúa á þjónustuborði Parka Lausna ehf. Starfið felst í að veita faglega og vandaða þjónustu við viðskiptavini í gegnum síma og tölvupóst, ásamt því að sinna almennum þjónustutengdum verkefnum.
Þjónustufulltrúinn er oft fyrsti tengiliður við viðskiptavini og því mikilvægt að umsækjandi brenni fyrir því að veita framúrskarandi þjónustu, hafi góða samskiptahæfni og sýni frumkvæði og yfirvegun í annasömu umhverfi.
-
Svara fyrirspurnum viðskiptavina í gegnum síma og tölvupóst
-
Skrá og fylgja eftir málum í þeim kerfum sem félagið notar við úrlausn mála
-
Veita upplýsingar, aðstoð og lausnir í þjónustu- og tæknimálum
-
Vinna náið með öðrum deildum til að tryggja góða upplifun viðskiptavina
-
Reynsla af þjónustustörfum
-
Framúrskarandi færni í íslensku og ensku, bæði rituðu og töluðu máli
-
Góð almenn tölvukunnátta
-
Hæfni í notkun hugbúnaðar við þjónustu og svörun
-
Skipulögð, sjálfstæð og áreiðanleg vinnubrögð
-
Jákvætt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum
-
Sveigjanlegan vinnutíma
-
Hluti starfs getur farið fram í fjarvinnu
-
Áhugavert og krefjandi vinnuumhverfi
Íslenska
Enska










